Góðar gjafir við flutning VR

Austurlandsskrifstofa Verslunarmannafélags Reykjavíkur flutti sig á dögunum um set á Egilsstöðum og opnaði nýja og glæsilega skrifstofu að Kaupvangi  3b. Kristín María Björnsdóttir er í forsvari fyrir VR á Austurlandi. Í móttöku sem efnt var til fyrir félagsmenn í tilefni af flutningunum sagði hún vinnuaðstöðu alla verða mun betri í nýja húsnæðinu en verið hefur.

vr_vefur1.jpg

Lesa meira

Ísland mun sækja um aðild

Tillaga um að leggja inn aðildarumsókn hjá Evrópusambandinu var í dag samþykkt á Alþingi  með 33 atkvæðum gegn 28 en tveir þingmenn sátu hjá. Í kjölfarið fögnuðu menn ýmist eða hörmuðu niðurstöðuna, líkt og þessi íbúi á Egilsstöðum, sem flaggaði íslenska fánanum í hálfa stöng til að sýna vonbrigði sín.

flagga_vefur.jpg

Lesa meira

Vélsmiðjan á Nesi verður menningardeigla

 Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur samið við rekstraraðila veitingahússins Frú Lúlúar í Neskaupstað um afnot af Vélsmiðjunni á Nesi við Norðfjörð. Ætla rekstaraðilar Frú Lúlú að laga húsið til húsið, þannig að það verði miðstöð listviðburða, gjörninga og tónleika næstu tvo mánuði.  Þá mun það þurfa að víkja samkvæmt skipulagi, vegna fyrirhugaðrar leikskólabyggingar. Alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir ætla að aðstoða Frú Lúlu við að koma húsnæðinu í nothæft form.  Síldarvinnslan og Samvinnufélag Útgerðarmanna í Neskaupstað hafa styrkt framtakið. Þegar er byrjað að laga ásýnd hússins og snurfusa það til innandyra.

nes2009-07_-_eyrin__sveitin_og_fleira_053_vefur.jpg

Lesa meira

Seyðisfjörður kraumar

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi stendur nú sem hæst á Seyðisfirði og er verulega líflegt í bænum. Í vikunni hafa gengið á fjölmargir viðburðir á vegum hátíðarinnar, í höfn komið tvö skemmtiferðaskip og einnig Norræna með alla sína farþegafjöld að vanda. Í dag opna fjórar sýningar samhliða í bænum; ljósmyndasýning LungA 2000-2009, ,,We Go Places" í gamla bakaríinu, ,,Lífsmörk" í gömlu bókabúðinni og ljósmyndasýning Helga Snæs á Vesturvegg Skaftfells. Hönnunarsýning Lunga verður í kvöld í Strandarsíldarskemmu. Meðal þátttakenda í Lunga eru allir sumarstarfsmenn ungmennavinnuflokks Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð, en þeir eru þar í boði fyrirtækisins og halda launum á meðan.

 19_lungasmidjur-103.jpg

 

 

.

Lesa meira

Oddviti Djúpavogs ósáttur við lokun Helgafells

Oddviti Djúpavogshrepps segir að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka dvalarheimilinu Helgafelli hafi verið tekin án samráðs við forráðamenn sveitarfélagsins. Hann gagnrýnir orðalag fréttatilkynningar framkvæmdastjóra HSA frá í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Mjöltankar komnir í Vopnafjörð

Pramminn sem flutti tíu mjöltanka fiskimjölsverksmiðju HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík kom í gærkvöldi til Vopnafjarðar með farm sinn. Ferðin tók þrjá daga. Verksmiðjan verður notuð við nýja loðnubræðslu HB Granda á Vopnafirði. Mjöltankarnir eru 22 metra háir og auk þeirra var búnaður fiskimjölsverksmiðjunnar fluttur með. Hver tankur er jafn hár og sjö hæða hús og í öryggisskyni var ákveðið að rafsjóða þá fasta við þilfarið á prammanum. Þegar allt er talið vóg farmurinn um 600 tonn. Flutningurinn gekk vel og fjölmenntu Vopnfirðingar á höfnina til að taka á móti flutningaprammanum, auk þess sem nokkrir bátar sigldu út til móts við hann í firðinum.

 mjltankar1.jpg

 

Lesa meira

Þorpshátíð á Stöðvarfirði

Stöðfirðingar ætla að halda þorpshátíð um helgina þar sem aðeins verður byggt á skemmtiatriðum og hugmyndum heimamanna.

 

Lesa meira

Helgafelli lokað

Dvalarheimilið Helgafell á Djúpavogi verður ekki opnað á ný eftir sumarleyfi. Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HAS) telja ekki forsvaranlegt að reka heimilið áfram með jafn fáum vistmönnum og raun ber vitni.

 

Lesa meira

Helga Steinsson í Hallormsstaðarskóla

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 8. júlí var staðfest tillaga fræðslunefndar frá 3. júlí um að gengið verði til samninga við Helgu Magneu Steinsson um starf skólastjóra við Hallormsstaðaskóla. Staðan var fyrir stuttu auglýst laus til umsóknar frá og með næsta skólaári. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Helga hefur komið að skólamálum mestan sinn starfsaldur og var m.a. skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til margra ára. Undanfarin misseri hefur Helga starfað sem verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetri.

helga_m_steinsson.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.