Leyfi til búfjárhalds á Stórhóli afturkallað

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 2. júlí að svipta ábúendur á bænum Stórhóli í Álftafirði leyfi til búfjárhalds. Er leyfið afturkallað með þriggja mánaða fyrirvara frá og með næstu mánaðarmótum. Matvælastofnun kærði slæman aðbúnað og vanfóðrun sauðfjár í vor í kjölfar alvarlegra athugasemda frá héraðsdýralækni og búfjáreftirlitsmanni um ástand fjár, fóðrunar og húsa. Ábúendur á Stórhóli halda nokkuð á annað þúsund fjár.

djpavogshreppur.gif

Lesa meira

Og svo kom Ferguson

Í ár eru liðin rétt sextíu ár frá því fyrstu Ferguson-dráttarvélrnar komu til Íslands. Af því tilefni öðrum fremur hefur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri tekið saman bókina ...og svo kom Ferguson, með aðstoð fjölda heimildarmanna. Hún kemur út 18. júlí hjá bókaútgáfunni Uppheimum á Akranesi. Bókin er gefin út með stuðningi Landbúnaðarsafns Íslands og rennur hluti andvirðis bókarinnar til safnsins.

ferguson_b_k_framan_200dpi_vefur.jpg

Lesa meira

Vélinni var flogið á rafmagnsvír

Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að nú sé unnið að rannsókn á flugslysinu sem varð í Vopnafirði síðdegis í gær. Tveir voru í vélinni og lést annar þeirra en hinn er lífshættulega slasaður. Niðurstöður vettvangsrannsóknar benda til að Cessna 180 vélinni hafi verið flogið á rafmagnsvír með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vettvangsrannsókn lýkur væntanlega í dag og verður brak vélarinnar flutt suður í gámi um helgina til frekari rannsóknar.

cessna20180.jpg

Lesa meira

Allt gert upp nema skotgatið fær að halda sér

Völundarsmiður og óforbetranlegur áhugamaður um ökutæki frá því fyrir 1955. Er á síðustu fimmtán árum eða svo búinn að gera upp hátt í tug gamalla traktora, amerískar og þýskar glæsikerrur, nokkra hertrukka og vörubíla. Hann á sér nú þann draum heitastan að gera gamalt mótorhjól í stand. Það er NSU hjól, ´36 módel og vantar bara í það vélina.

gumar

Lesa meira

Nýtt tjaldsvæði við Sólbrekku

 

Undanfarna daga hafa Veraldarvinir unnið í Mjóafirði, meðal annars við að gera nýtt tjaldstæði við Sólbrekku. Svæðið var framræst, gerð bílastæði og tjaldsvæði þökulagt. Veraldaldarvinir hafa einnig unnið að tiltekt í Mjóafjarðarhöfn og við hús í eigu sveitarfélagsins. Tjaldsvæði eru nú í öllum sex fjörðum Fjarðabyggðar.

mjifjrur_veraldarvinir.jpg

Lesa meira

Eflir leitarmöguleika á sjó og landi

TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.

tf-sif.jpg

 

Lesa meira

Félagsmót Freyfaxa 2009

Félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að mótið verði með léttu sniði þetta árið og miðist að því að þátttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir. Ókeypis verður að venju á tjaldsvæði félagsins í Stekkhólma.

freyfaxi.jpg

Lesa meira

Mótmæla vondum samgöngum

Hópur fólks hefur tekið höndum saman um að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni er efnt til almennrar hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórðungslega þar til komin verða jarðgöng sem tengja Seyðfirðinga við önnur byggðarlög.

fjararheii.jpg

Lesa meira

Humarhátíðin gengin í garð

Humarhátíð á Höfn er formlega sett í dag, þrátt fyrir að hún hafi hafist fyrr í vikunni. Í fyrra komu 2000 gestir á hátíðina og er búist við öðru eins í ár. Íbúar og gestir hátíðarinnar borða humar eins og þeir geta í sig látið, eldaðan og framreiddan með ýmsum hætti. Fjölmörg skemmtiatriði eru á boðstólum, tónlist og íþróttakeppnir.

 lobster.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.