Orkumálinn 2024

Davíð Þór predikaði á Hjaltastað

Davíð Þór Jónsson, guðfræðinemi, rithöfundur og spurningahöfundur, flutti predikun dagsins við messu í Hjaltastaðakirkju á Fljótsdalshéraði í morgun.

 

Lesa meira

Tíðindi þegar kona útskrifast sem húsgagnasmiður

Sigrún Steindórsdóttir, ættuð frá Víðarsstöðum á Héraði, er fyrsti neminn sem lýkur sveinsprófi í húsgagnasmíði undir handleiðslu Brúnás-innréttinga á Egilsstöðum og ein örfárra kvenna í iðninni. Hún lauk sveinsprófi nú nýlega.

sigrn_steindrsdttir_hsgagnasmiur_vefur.jpg

Lesa meira

Þorpshátíð á Stöðvarfirði

Stöðfirðingar ætla að halda þorpshátíð um helgina þar sem aðeins verður byggt á skemmtiatriðum og hugmyndum heimamanna.

 

Lesa meira

Myndarleg uppskeruhátíð LungA

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, lauk í gær með uppskerhátíð og tónlistarveislu. Austurglugginn var meðal þeirra sem lagði leið sína á Seyðisfjörð.

 

Lesa meira

Góðar gjafir við flutning VR

Austurlandsskrifstofa Verslunarmannafélags Reykjavíkur flutti sig á dögunum um set á Egilsstöðum og opnaði nýja og glæsilega skrifstofu að Kaupvangi  3b. Kristín María Björnsdóttir er í forsvari fyrir VR á Austurlandi. Í móttöku sem efnt var til fyrir félagsmenn í tilefni af flutningunum sagði hún vinnuaðstöðu alla verða mun betri í nýja húsnæðinu en verið hefur.

vr_vefur1.jpg

Lesa meira

Ísland mun sækja um aðild

Tillaga um að leggja inn aðildarumsókn hjá Evrópusambandinu var í dag samþykkt á Alþingi  með 33 atkvæðum gegn 28 en tveir þingmenn sátu hjá. Í kjölfarið fögnuðu menn ýmist eða hörmuðu niðurstöðuna, líkt og þessi íbúi á Egilsstöðum, sem flaggaði íslenska fánanum í hálfa stöng til að sýna vonbrigði sín.

flagga_vefur.jpg

Lesa meira

Gott í gogginn: Kerfilpestó, fíflakaffi og rabarbaraís að hætti Frú Lúlú

Austurglugginn hefur lagt það í vana sinn að birta ómótstæðilegar mataruppskriftir fyrir helgar til að auka við innblástur austfirskra kokka. Að þessu sinni deilir Hákon Guðröðarson á Frú Lúlú í Neskaupstað með okkur brakandi ferskum sumaruppskriftum. Þar er ýmislegt nýnæmi á ferð.

rhubarb.jpg

 

Lesa meira

Seyðisfjörður kraumar

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi stendur nú sem hæst á Seyðisfirði og er verulega líflegt í bænum. Í vikunni hafa gengið á fjölmargir viðburðir á vegum hátíðarinnar, í höfn komið tvö skemmtiferðaskip og einnig Norræna með alla sína farþegafjöld að vanda. Í dag opna fjórar sýningar samhliða í bænum; ljósmyndasýning LungA 2000-2009, ,,We Go Places" í gamla bakaríinu, ,,Lífsmörk" í gömlu bókabúðinni og ljósmyndasýning Helga Snæs á Vesturvegg Skaftfells. Hönnunarsýning Lunga verður í kvöld í Strandarsíldarskemmu. Meðal þátttakenda í Lunga eru allir sumarstarfsmenn ungmennavinnuflokks Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð, en þeir eru þar í boði fyrirtækisins og halda launum á meðan.

 19_lungasmidjur-103.jpg

 

 

.

Lesa meira

Oddviti Djúpavogs ósáttur við lokun Helgafells

Oddviti Djúpavogshrepps segir að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka dvalarheimilinu Helgafelli hafi verið tekin án samráðs við forráðamenn sveitarfélagsins. Hann gagnrýnir orðalag fréttatilkynningar framkvæmdastjóra HSA frá í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.