Orkumálinn 2024

Veraldarvinir opna sýningu í Neskaupstað í dag

Sextán sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina, bjóða íbúum Fjarðabyggðar og öðrum gestum á ljósmyndasýningu sem opnar í vélaverkstæði dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað kl. sex í dag.

veraldarvinir.jpg

Lesa meira

Bæjarstjóri sækir um prestakall

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, er meðal þeirra þriggja sem sóttu um Kolfreyjustaðarprestakall. Hún þjónaði í Neskaupstað fyrir um tuttugu árum.

 

Lesa meira

Ormsteiti um víðan völl

Héraðshátíðin Ormsteiti sem fram fer um allt Fljótsdalshérað hófst með stæl á föstudag og stendur fram á næsta sunnudag með þéttri dagskrá. Í dag fá börn og ungmenni á Héraði meira fyrir sinn snúð því í bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum verður ævintýralegur markaður þar sem krakkar selja sitt dót og hin árvissa og alkunna Fegurðarsamkeppni gæludýra.

ormsteiti3.jpg

Lesa meira

Kona fékk í sig byssukúlubrot

Kona sem var á ferð með hreindýraskyttum á Fljótsdalsheiði í gær fékk í sig brot úr byssukúlu sem endurkastaðist af grjóti. RÚV greinir frá þessu. Segir að slysið hafi orðið um hádegisbil í gær nálægt Bessastaðavötnum á Fljótsdalsheiði.

byssukla.jpg

Lesa meira

Ferðamenn illa áttaðir á aðstæðum á hálendi

Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur haft ærin verkefni undanfarna daga því félagar sveitarinnar voru nýlega við hálendisgæslu. Þeir vöktuðu umferð fólks á Sprengisandi og höfðu svæðið frá Jökulheimum í suðri til Réttartorfu í norðri undir, en héldu til í Nýjadal. Athygli vakti hversu margt ferðafólk áttaði sig illa á aðstæðum á hálendinu og var því vanbúið.

sprengisandur.jpg

Lesa meira

Eggin í Gleðivík afhjúpuð

Á föstudag var listaverk Sigurðar Guðmundssonar, „Eggin í Gleðivík“ afhjúp á Djúpavogi. Verkið, sem eru 34 steinegg, eru austan við fyrrum fiskimjölsverksmiðju í Gleðivík.

 

Lesa meira

Dramatískur sigur Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð vann í kvöld Víking á Eskifjarðarvelli 3-2 í 1. deild karla í knattspyrnu. Mörk Fjarðabyggðar komu öll á seinustu tíu mínútum leiksins.

 

Lesa meira

Foreldrar brýni fyrir börnum sínum að fara varlega

Lögreglan á Egilsstöðum var kölluð til laust fyrir síðustu helgi eftir að maður á bifreið stöðvaði hjá nokkrum stúlkum 10 til 12 ára gömlum skammt frá íþróttahúsi bæjarins og bað þær að tala við sig. Grunur lék á að maðurinn hefði hugsanlega ætlað að lokka eina eða fleiri stúlknanna upp í bílinn. Ein stúlknanna hljóp inn í íþróttahúsið og sagði frá atvikinu og í kjölfarið var hringt í lögreglu. Kvittur er uppi í bænum um að þetta sé ekki eina tilvikið af þessum toga í sumar.

maur__skugga.jpg

Lesa meira

Lokatónleikar Bláu kirkjunnar

Lokatónleikarnir í sumartónleikaröðinni Bláa kirkjan 2009 verða haldnir í kvöld. Þar kemur fram Hinn einstaki íslenski saxafónkvartett.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.