Framkvæmdum á Vopnafirði miðar vel

Framkvæmdum við nýja fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel. Á vef HB Granda segir að þær séu á áætlun. Um helgina átti að steypa verksmiðjugólfið en það tafðist fyrir helgi vegna veðurs. Fyrstu bílarnir sem flytja strálgrindina í verksmiðjuhúsið komu til Vopnafjarðar í lok vikunnar.

 

Lesa meira

Umhverfislistaverk afhjúpað við Kárahnjúka

Listaverkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur var afhjúpað við Kárahnjúka í seinustu viku. Listaverkið er umhverfislistaverk sem myndar eins konar útsýnispall yfir Kárahnjúkastíflu.

 

Lesa meira

Jóna Kristín austur

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, verður væntanlega næsti sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli.

 

Lesa meira

Birds.is á alþjóðlegri fuglaskoðarahátíð

Um síðastliðna helgi fór fram hátíðin The British Birdwatching Fair eða Birdfair við Rutland Water í Northamptonskíri á Englandi. Hátíðin er þekkt sem nokkurs konar Glastonbury hátíð fuglaskoðara en fólk streymir að hvaðanæva úr heiminum til að taka þátt. Íslensku þátttakendurnir á sýningunni voru Birds.is á Djúpavogi, Gavia Travel, Isafold Travel, Vestfjarðaklasinn, Hótel Brimnes og Atvinnuþróunarfélag Norður-Þingeyjasýslu.

birdfair_7_vefur.jpg

Lesa meira

Arnbjörg sækir um embætti fiskistofustjóra

Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðfirðingur og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er meðal tólf umsækjenda um embætti fiskistofustjóra. Umsóknarfrestur rann út á fimmtudag í síðustu viku. Tveir aðrir fyrrverandi þingmenn eru meðal umsækjenda. Sjávarútvegsráðherra skipar í stöðuna frá og með 1. september n.k.

arnbjrg_vefur.jpg

Lesa meira

Vatnsstýring með réttum hætti

Landsvirkjun greinir frá því á vef sínum www.lv.is að fyrirtækið hafi í hvívetna farið eftir þeim reglum sem gilda um stýringu á rennsli vatns um Jökulsá í Fljótsdal frá Hraunaveitu en sú stýring hefur áhrif á vatnsmagn í fossum í ánni. Tilefnið er frétt m.a. RÚV um að vatnsstýring í fossunum sé ekki sem skyldi.

Lesa meira

Súrálsfok

Á laugardag dreifðist súrál um álverssvæðið á Reyðarfirði og eitthvað víðar þegar bilun varð í búnaði við löndun súráls í Mjóeyrarhöfn. Stór bingur af súráli féll ofan á súrálstankinn og fauk úr honum um nærliggjandi svæði. Um 37 þúsund tonn af súráli voru í skipinu í Mjóeyrarhöfn og lauk löndun úr því um helgina. Súrál er hættulaust, hvítt, púðurkennt jarðefni og er efnasamband áls og súrefnis, einnig nefnt áloxíð. Það er aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum.

aluminium_oxide_white_250x250.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.