Rennur úr Hálslóni á yfirfalli

Farið er að renna á yfirfalli Hálslóns. Þegar Austurglugginn var á ferð við lónið um helgina mátti sjá að byrjað var að skvettast ofan í yfirfallið og því skammt að bíða þess að Jökla tapi sínum blágræna lit sem einkennt hefur hana í sumar og verði jökullituð. Vatnsbúskapurinn er með nokkrum öðrum hætti en í fyrra vegna kulda, en í meðalári má búast við að vatn renni úr Hálslóni á yfirfall fljótlega í ágúst.

hlsln_rennur__yfirfalli_vefur.jpg

Lesa meira

Alþjóðadagur læsis 8. september

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1965 helgað 8. september ár hvert málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og lýst yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla. Í tilefni af Degi læsis á Íslandi í næstu viku munu Austurglugginn, Morgunblaðið og Víkurfréttir birta framhaldssögu í átta köflum fyrir börn. Kaflarnir birtast einu sinni í viku.

children_reading21.jpg

Lesa meira

Busavígslur séu sameiginlegt verkefni

Fréttatilkynning frá Heimili og skóla: Nú er tími svokallaðra busavígslna í framhaldsskólum landsins. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hvetur skólayfirvöld til að hlutast til um skipulagið og kynna það á heimasíðum skólanna. Þetta er verkefni sem nemendur, skólayfirvöld og foreldrar eiga að vinna saman að. Líklegt er að góður undirbúningur, samvinna og samráð komi í veg fyrir ofbeldi og auki ánægjuna sem fylgir því að byrja í nýjum skóla. Busavígslur eiga að vera uppbyggjandi og ánægjulegar og til þess gerðar að taka vel á móti nýjum nemendum.

busun.jpg

Lesa meira

Ekki frístundastyrkir í ár

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að greiða ekki frístundastyrki í haust vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna eins og verið hefur undanfarin ár. Sparar það sveitarfélaginu allt að þremur milljónum króna á árinu. Áfram verður ókeypis í sund fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri en gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum hækkar frá og með næstu áramótum.

sund.jpg

Staða heilbrigðisþjónustu óásættanleg

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 1. september sl. var eftirfarandi áskorun vegna heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu samþykkt og henni beint til heilbrigðisráherra: ,,Staða heilbrigðisþjónustunnar í Fjarðabyggð er algjörlega óásættanleg.  Nauðsynlegt er að grafast fyrir um ástæður þess að ekki hafa fengist læknar til starfa í Fjarðabyggð, sunnan Oddsskarðs, með fasta búsetu í sveitarfélaginu.  Skortur á hjúkrunarfræðingum er líka viðvarandi vandamál. 

fjarabyggarlg.jpg

Lesa meira

Stefanía nýr formaður LBL

Stefanía G. Kristinsdóttir er nýr formaður samtakanna Landsbyggðin lifir. Hún var kjörin formaður á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Galdrasetrinu á Ströndum 30. ágúst sl. Stefanía er búsett á Egilsstöðum og er framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands. Hún er rekstrarfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, BA í heimspeki frá HÍ og MBA í stjórnun í rafrænu umhverfi frá HR og GEM. Stefanía starfaði hjá Rannsóknaþjónustu HÍ í nýsköpunar- og þróunarverkefnum í sex ár og hjá Þróunarfélagi Austurlands í þrjú ár við verkefnastjórnun og sem framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands.

stefana_g_kristinsdttir_frkvst_ekkingarnets_austurlands.jpg

Lesa meira

Loka farmstöð á Seyðisfirði

Samskip og Flytjandi lokuðu sameiginlegri farmstöð landflutninga á Seyðisfirði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Austurgluggans kom lokunin starfsmanni  farmstöðvarinnar í opna skjöldu. Eitt stöðugildi tapast. Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar harmar ákvörðunina og lýsir furðu yfir að ekki hafi verið gert aðvart um fyrirhugaða lokun áður en af henni varð.

treiler.jpg

Lesa meira

Möðrudalskirkja sextíu ára

Næstkomandi föstudag, 4. september, verður fagnað 60 ára afmæli Möðrudalskirkju og kvöldmessa í kirkjunni hefst kl. 20:30. Sóknarprestur, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari, en organisti er Torvald Gjerde. Meðal annars verða sungin og leikin sálmalög eftir kirkjusmiðinn og fyrrum bónda í Möðrudal, Jón A. Stefánsson, en hann byggði kirkjuna á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjuna reisti Jón í minningu konu sinnar Þórunnar Vilhjálmsdóttur Oddsen, en hún andaðist árið 1944, og Guði til dýrðar. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

mrudalskirkja.jpg

Sveit GSF sigraði um helgina

Sveitakeppni Austurlands í golfi var haldin á Hagavelli á Seyðisfirði laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst.  Til leiks mættu sveitir frá Norðfirði, Reyðarfirði, Hornafirði, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði.  Samkvæmt reglugerð keppninnar þá voru í hverjum leik milli sveita leiknir þrír einliðaleikir, þ.e. einn leikmaður á móti einum í holukeppni og einn fjórleikur, þar sem tveir spila saman í liði og slá annað hvert högg.  

golf_sveitakeppni_aust.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.