Hækka grunnframfærslu LÍN um 20%

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um að hækka grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 20%, samhliða ýmsum aðgerðum sem ætlað er að tryggja sparnað í námslánakerfinu og atvinnuleysistryggingakerfinu sem þessari hækkun svarar.

skjaldarmerki.jpg

Lesa meira

Kanna á sameiningarkosti

Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þá hugmynd sína við Sambandið kannaðir verði sameiginlega mögulegir sameiningarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðar fyrir Alþingi í stað þeirrar hugmyndar að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000.

slandskort.gif

Lesa meira

Djúpivogur í vatnsútflutning

Djúpavogshreppur hyggst eignast þriðjungs eignarhlut í einkahlutafélaginu H2O WATN (Worldwide Aqua Transport Network). Meðeigendur eru Auðunn S. Ólafsson og Ólafur S. Ögmundsson. Uppi eru áform um útflutning á vegum fyrirtækisins á vatni með tankskipum sem kæmu til með að liggja við festar í Fossárvík í Berufirði, en vatnið yrði tekið úr Nykurhyl, sem er einungis 1,5 km frá væntanlegum legustað skipanna.

vatn.jpg

Lesa meira

Sýningu Kristjáns Steingríms að ljúka

Síðustu forvöð eru að sjá sýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar, Staðir, í sýningarsal Skaftfells. Síðasti sýningardagur er 15. september.Á sýningunni í Skaftfelli eru málverk, teikningar og ljósmyndir sem Kristján hefur unnið undanfarin misseri. Verkin fjalla með einum eða öðrum hætti um staði, þar sem jarðvegur er notaður til að skapa vangaveltur um fjar- og nærveru áhorfandans.

here.jpg

Lesa meira

Staðbundið háskólanám verði á Egilsstöðum

Fulltrúar stjórnar Þekkingarnets Austurlands, ásamt framkvæmdastjóra, funduðu með bæjarráði Fljótsdalshéraðs fyrir skömmu varðandi stuðning ÞNA við uppbyggingu staðbundins háskólanáms á Egilsstöðum. Niðurstaða fundarins var að þessir aðilar samþykktu að vinna formlega saman að verkefninu.

fljtsdalshra_lg.jpg

Lesa meira

Vilja rannsókn á Gift ehf.

Djúpavogshreppur og Vopnafjarðahreppur hafa sameiginlega óskað liðsinnis lögfræðideildar Sambands íslenskra sveitarfélaga við að ganga frá erindi til sérstaks saksóknara um opinbera rannsókn á fjárfestingafélaginu Gift ehf. Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 3. september sl. lýsti hún ánægju með að málið væri komið í þann farveg.

dmur.jpg

Lesa meira

Hagsmunasamtök ungra tal- og málhamlaðra

Í undirbúningi er stofnun hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málhömlun. Í undirbúningshópnum eru 10 manns. ,,Þetta er hópur vaskra foreldra ásamt þremur talmeinafræðingum sem láta sig velferð barna með málþroskaröskun varða og eru tilbúin að leggja á sig mikla vinnu til að hrinda af stað samtökum," segir í tilkynningu.

tunga.jpg

Lesa meira

Brúaröæfi til umfjöllunar í Hæstarétti

Í dag tók Hæstiréttur fyrir gagnsóknarmál eigenda Brúar á Jökuldal vegna kröfugerðar íslenska ríkisins um að meirihluti landareignarinnar verði þjóðlenda. Berglind Svavarsdóttir hrl. og Friðbjörn Garðarsson hdl. fluttu málið gegn íslenska ríkinu fyrir hönd umbjóðenda sinna Stefáns Halldórssonar og Sigvarðs Halldórssonar, landeigenda á Brú. Krafist er  ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendu á Brúaröræfum. Landeigendur krefjast og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu Brúar á Jökuldal á svæðinu.

br_kort.jpg

Lesa meira

Náttúrulegt steypibað í Laugarvalladal

Talsvert hefur verið um ferðafólk í Laugarvalladal á Brúaröræfum í sumar. Þar rennur heit uppspretta fram af klettabelti og njóta ferðamenn þess að baða sig í þægilega heitum fossinum, sem fellur ofan í náttúrulega vatnsskál. Þar má einnig liggja líkt og í heitum potti og njóta fagurrar náttúrunnar umhverfis. laugarvalladalur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.