Orkumálinn 2024

Kynning á skátastarfi í Selskógi

Skátafélagið Héraðsbúar verður með kvöldvöku í skátarjóðrinu í Selskógi á sunnudag kl. 17. Skátastarfið verður kynnt, nýir skátar vígðir og eldri skátar vígðir upp í eldri flokka. Auk þess verður sungið og farið í leiki. Héraðsbúar verða með skemmtiatriði. Gestir eru hvattir til að koma með teppi til að sitja á. Unnt er að nálgast skráningarblað fyrir ný börn sem vilja taka þátt í skátastarfinu hjá Þórdísi skátaforingja á kvöldvökunni. Þeir sem vilja koma að skátastarfinu með krökkunum eru jafnframt beðnir um að láta skátaforingjann vita.

vareldur.jpg

Horfur í atvinnumálum á Fljótsdalshéraði

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 16.09. sl. var fjallað um atvinnumál á svæðinu og horfurnar á komandi mánuðum. Þórarinn Sveinsson atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur undanfarnar vikur haft samband við marga forsvarsmenn atvinnufyrirtækja í sveitarfélaginu og kannað stöðuna.

Lesa meira

Stefnir í metveiði í Hrútu

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum kemur sumarið ágætlega út í ám félagsins og langbest í Hrútu, þar sem 580 laxar eru komnir í land og aðeins þarf að veiða um 50 laxa í viðbót til að slá nýtt veiðimet. Veitt verður út mánuðinn í ám Strengja; Breiðdalsá, Jöklu, Minnivallalæk og Laxá í Nesjum.

lax_strlax_r_breidals_09.jpg

Lesa meira

Egilsstaðaskóli til sýnis á morgun

Á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 14 og 18, verður ný viðbygging Egilsstaðaskóla til sýnis fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og aðra.  Í haust var kennslurými nýrrar bygginar tekið í notkun, þ.e. almennar kennslustofur og sérgreinastofur. Stefnt er að því að sá hluti nýbyggingarinnar sem hýsir hverfismiðstöðina, með sal, mötuneyti og sérútbúnum stofum, verði tekinn í notkun haustið 2010. Á sama tíma er stefnt að því að búið verði að endurbæta eldri hluta skólabyggingarinnar.

egilsstaaskli1.jpg

 

Minningarsjóður um Guðlaug Magna

Minningarsjóður (sjálfseignarstofnun) hefur verið stofnaður til minningar um Guðlaug Magna Óðinsson sem lést í bílslysi í Fáskrúðsfirði, þann 16. maí síðastliðinn, aðeins 17 ára gamall. Sjálfseignarstofnunin heitir Minningarsjóður Guðlaugs Magna Óðinssonar og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988.

Lesa meira

Ísland í 16. sæti yfir aflahæstu fiskiveiðiþjóðir heims 2006

Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Kínverjar bera ægishjálm yfir aðrar fiskveiðiþjóðir hvað aflamagn varðar. Heildarafli þeirra árið 2006 var 17,4 milljónir tonna. Næstir á eftir þeim koma Perúmenn með 7 milljónir tonna.

fiskur3.jpg

Lesa meira

Hefja þarf byggingu reiðskemmu í haust

Fulltrúar hestamannafélagsins Blæs óskuðu eftir fjárstuðningi til byggingar reiðskemmu í Norðfirði á fundi með bæjarráði Fjarðabyggðar nú í vikunni. Samkvæmt samningi milli Blæs og landbúnaðarráðuneytisins þarf að hefja byggingu reiðskemmunar í haust. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið sé sammála um að leita allra leiða til þess að af byggingu reiðskemmunnar geti orðið.

hestur.jpg

Lesa meira

Nýtt verksmiðjuhús að rísa á Vopnafirði

Nýtt verksmiðjuhús HB Granda á Vopnafirði, sem hýsa mun fiskmjölsverksmiðju félagsins, er nú sem óðast að taka á sig mynd. Framkvæmdum miðar vel en starfsmenn Héðins hf. hófu að reisa stálgrind verksmiðjuhússins um síðustu mánaðamót. Áður var búið að steypa hús, sem hýsa mun stjórnstöð verksmiðjunnar, skrifstofur, rannsóknastofu og starfsmannarými.

 

Lesa meira

Anna á Hesteyri látin

Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði, lést í fyrrinótt á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún hefði orðið áttræð 29. september næstkomandi.

Útför Önnu verður gerð frá Mjóafirði á sunnudag.

anna_marta_gumundsdttir__hesteyri_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.