Horfur í atvinnumálum á Fljótsdalshéraði

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 16.09. sl. var fjallað um atvinnumál á svæðinu og horfurnar á komandi mánuðum. Þórarinn Sveinsson atvinnufulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur undanfarnar vikur haft samband við marga forsvarsmenn atvinnufyrirtækja í sveitarfélaginu og kannað stöðuna.

Lesa meira

Stefnir í metveiði í Hrútu

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum kemur sumarið ágætlega út í ám félagsins og langbest í Hrútu, þar sem 580 laxar eru komnir í land og aðeins þarf að veiða um 50 laxa í viðbót til að slá nýtt veiðimet. Veitt verður út mánuðinn í ám Strengja; Breiðdalsá, Jöklu, Minnivallalæk og Laxá í Nesjum.

lax_strlax_r_breidals_09.jpg

Lesa meira

Fyrsti hópur jarðvísindanema í Breiðdalssetri

Fyrsti stúdentahópurinn sem kemur í Breiðdalssetur til rannsókna og náms eftir að setrinu var komið á fót dvaldi þar í lok ágúst og byrjun september. Hópinn leiddi Þorvaldur Þórðarson, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Edinborg. Lögð var áhersla á að skoða gosbergsmyndanir og gosbergsstafla. Þorvaldur segir gríðarmikla möguleika felast í Breiðdalssetri og jarðfræðisafni Georges Walker.

orvaldur_samt_nemum_og_ian_gibson.jpg

Lesa meira

Minningarsjóður um Guðlaug Magna

Minningarsjóður (sjálfseignarstofnun) hefur verið stofnaður til minningar um Guðlaug Magna Óðinsson sem lést í bílslysi í Fáskrúðsfirði, þann 16. maí síðastliðinn, aðeins 17 ára gamall. Sjálfseignarstofnunin heitir Minningarsjóður Guðlaugs Magna Óðinssonar og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988.

Lesa meira

Ísland í 16. sæti yfir aflahæstu fiskiveiðiþjóðir heims 2006

Ísland var í 16. sæti listans yfir aflahæstu fiskveiðiþjóðir heims árið 2006 með heildarafla upp á 1,35 milljónir tonna. Kínverjar bera ægishjálm yfir aðrar fiskveiðiþjóðir hvað aflamagn varðar. Heildarafli þeirra árið 2006 var 17,4 milljónir tonna. Næstir á eftir þeim koma Perúmenn með 7 milljónir tonna.

fiskur3.jpg

Lesa meira

Fíkniefnainnflutningur frá Danmörku


Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hugsanlega tengist málið grunsamlegum mannaferðum við Lagarfljót í sumar, en það fæst ekki staðfest.

lagarfljtsormurinn_vefur.jpg

Lesa meira

Nýtt verksmiðjuhús að rísa á Vopnafirði

Nýtt verksmiðjuhús HB Granda á Vopnafirði, sem hýsa mun fiskmjölsverksmiðju félagsins, er nú sem óðast að taka á sig mynd. Framkvæmdum miðar vel en starfsmenn Héðins hf. hófu að reisa stálgrind verksmiðjuhússins um síðustu mánaðamót. Áður var búið að steypa hús, sem hýsa mun stjórnstöð verksmiðjunnar, skrifstofur, rannsóknastofu og starfsmannarými.

 

Lesa meira

Anna á Hesteyri látin

Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði, lést í fyrrinótt á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún hefði orðið áttræð 29. september næstkomandi.

Útför Önnu verður gerð frá Mjóafirði á sunnudag.

anna_marta_gumundsdttir__hesteyri_vefur.jpg

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli

Flugslysaæfing verður haldin á flugvellinum á Egilsstöðum á morgun laugardaginn 12. september. Æfingin verður sú þriðja á þessu ári. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru farþegar á Egilsstaðaflugvelli 47.934, áætlunarflug á flugvöllinn er 3 - 4 sinnum á dag milli Reykjavíkur og Egilsstaða.

flugslysafing2008_048_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.