Rannsókn hætt á máli yfirlæknis

Sýslumannsembættið á Eskifirði hefur vísað frá máli yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Þetta er í annað skiptið sem rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði vísar máli læknisins frá á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Ríkisendurskoðun tók málið upp og kærði til Ríkissaksóknara, sem sendi málið aftur heim í hérað til rannsóknar. Ríkisendurskoðun mun væntanlega í kjölfarið taka afstöðu til hvort kyrrt verður látið liggja eða óskað eftir endurupptöku.

Stuðningsmenn yfirlæknisins á Eskifirði telja víst að yfirlæknirinn muni fara í meiðyrðamál við þá aðila innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sem upphaflega kærðu hann til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli.

487568b.jpg

Lesa meira

Varist hálku

Útlendingar sem voru á leið niður af Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar í morgun lentu í vandræðum vegna hálku. Bifreið þeirra var á sumardekkjum og rann til í brekku, án þess þó að fara út af. Vegagerðin brást skjótt við og sand- og saltbar veginn. Lögregla hvetur vegfarendur til aðgæslu, nú þegar haustlægðir ganga í garð en nagladekk eru ekki enn leyfð.

Færeysk grafík á Stöðvarfirði

Gallerí Snærós á Stöðvarfirði opnar sýningu á færeyskri grafík á morgun, laugardag, kl. 17. Hinn þekkti grafíklistamaður Ríkharður Valtingojer, sem býr og starfar á Stöðvarfirði og rekur þar alþjóðlegt grafíksetur, dvaldi nýverið í Færeyjum, hitti þar grafíklistamenn og valdi verk á sýninguna. Hann segir koma á óvart þann mikla áhuga sem færeyskur almenningur hafi á myndlist og þar sé allt annað umhverfi en tíðkist hér á landi. Þetta er í annað sinn sem Gallerí Snærós sýnir norræn verk, en áður hefur verið haldin grafíksýning með verkum frá Svíþjóð. Færeyska sýningin stendur til 1. nóvember.

grafk_fr_freyjum.jpg

Lesa meira

Uppsagnir hjá Héraðsverki

Héraðsverk hefur sagt upp flestum þeim starfsmönnum sem starfa úti í verkum. Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir ástæðuna vera að fyrirséð er að starfsemi félagsins verði í lágmarki yfir vetrarmánuðina.

vegager.jpg

Lesa meira

Norröna lýkur haustáætlun

Norræna fer frá Seyðisfirði í kvöld og lýkur þar með haustáætlun. Nú tekur við vetraráætlun þar sem mun minna verður um farþega og ökutæki og mest af frakt. Jafnframt liggur þá niðri þjónusta við farþega á leggnum milli Seyðisfjarðar og Færeyja. Skipið siglir vikulega í vetur nema illviðri hamli för þess. Vetraráætlunin gerir ráð fyrir því í höfn á Seyðisfirði kl. 09 á þriðjudögum og brottför kl. 20 á miðvikudögum.

norrna.jpg

Endurgreiði þrotabúi TF

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrrverandi stjórnarformaður og hluthafi í Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, Jónas A. Þ. Jónsson, skuli endurgreiða þrotabúi fyrirtækisins rúmar 134 milljónir króna með dráttarvöxtum. Er um að ræða mismunandi háar upphæðir sem millifærðar voru af reikningum fyrirtækisins til stjórnarformannsins. Jónas skaut málinu til Hæstaréttar í febrúar sl. Þrotabúi Jónasar er jafnframt gert að greiða 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.

peningar.jpg

Hjólhýsi fauk aftan af bíl

Svo hvasst var fyrir ofan Eskifjörð í morgun að hjólhýsi fauk aftan af bifreið á Sandskeiði og skemmdist mikið. Enginn slasaðist og ökumaðurinn náði að halda bifreiðinni á veginum. Hjólhýsið er sagt ónýtt.

Alþjóðleg athafnavika á Íslandi kynnt í dag

Kynningarfundur á Alþjóðlegri athafnaviku verður haldinn á Hótel Hérað í dag kl. 17.  Á fundinum munu starfsmenn Innovit  sem er umsjónaraðili að verkefninu á Íslandi, kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.