Varist hálku

Útlendingar sem voru á leið niður af Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar í morgun lentu í vandræðum vegna hálku. Bifreið þeirra var á sumardekkjum og rann til í brekku, án þess þó að fara út af. Vegagerðin brást skjótt við og sand- og saltbar veginn. Lögregla hvetur vegfarendur til aðgæslu, nú þegar haustlægðir ganga í garð en nagladekk eru ekki enn leyfð.

Vilhjálmur Bjarnason með fyrirlestur hjá Rótary

Rotaryklúbbur Héraðsbúa stendur í kvöld fyrir opnum fundi um efnahagsmálin. kl. 20:00. Fyrirlesari verður Vilhjálmur Bjarnason lektor sem skv. fréttatilkynningu frá klúbbnum hefur nálgast málefni fyrirtækja, fjárfesta og fjölskyldna af festu og á faglegan hátt á síðasta ári.
Fundurinn hefst kl. 20 í Hlymsdölum, Egilsstöðum, gegnt Hótel Héraði.

vilhjalmur_litil.jpg

Lesa meira

Menntasetrið á Þórshöfn opnar í dag

Í dag mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opna Menntasetrið á Þórshöfn með formlegum hætti. Menntasetrið er samstarfsverkefni Framhaldsskólans á Laugum og Þekkingarseturs Þingeyinga sem upphaflega fór af stað fyrir tilstuðlan sveitastjórnar Langanesbyggðar. Dagleg störf eru þegar hafin í setrinu og nú stunda þar 6 framhaldsskólanemar nám frá Laugum auk þess sem 3 nemar eru í dagtímum í fjarfundabúnaði, bæði á framhalds- og háskólastigi. Auk dagnemanna hafa fjarnemar í sjálfstæðu fjarnámi hafa fullan aðgang að lestraraðstöðu. Menntasetrið sinnir einnig símenntun frá Bakkafirði til Raufarhafnar og er tengiliður við fyrirtæki hvað varðar endurmenntun og námskeiðshald.

krakkar_menntasetur1_vefur.jpg

Lesa meira

Norröna lýkur haustáætlun

Norræna fer frá Seyðisfirði í kvöld og lýkur þar með haustáætlun. Nú tekur við vetraráætlun þar sem mun minna verður um farþega og ökutæki og mest af frakt. Jafnframt liggur þá niðri þjónusta við farþega á leggnum milli Seyðisfjarðar og Færeyja. Skipið siglir vikulega í vetur nema illviðri hamli för þess. Vetraráætlunin gerir ráð fyrir því í höfn á Seyðisfirði kl. 09 á þriðjudögum og brottför kl. 20 á miðvikudögum.

norrna.jpg

Sameiginlegt átak til að efla sveitarfélög

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað yfirlýsingu um að móta tillögur sem leitt geta til frekari sameiningar sveitarfélaga. Ráðherra mun síðan leggja áætlun fyrir Alþingi til afgreiðslu.

 

Lesa meira

Banaslys í Jökulsárhlíð

Banaslys varð um klukkan ellefu í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót.

 

Lesa meira

Alþjóðleg athafnavika á Íslandi kynnt í dag

Kynningarfundur á Alþjóðlegri athafnaviku verður haldinn á Hótel Hérað í dag kl. 17.  Á fundinum munu starfsmenn Innovit  sem er umsjónaraðili að verkefninu á Íslandi, kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Lesa meira

Verklokum við Kárahnjúkavirkjun fagnað á föstudag

Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lýkur formlega með athöfn í Fljótsdalsstöð næstkomandi föstudag að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Ráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, flytja ávörp. Afhjúpað verður upplýsingaskilti við stöðina um framkvæmdirnar og björgunarsveitir á Jökuldal og Héraði fá afhenta styrki í tilefni tímamótanna.

krahnjkar_arennslisgng.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.