Valtingojer og Patak opna í íslenskri grafík í dag

Ríkharður Valtingojer og Zdenek Patak opna sýningu í sýningarsal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík í dag kl. 15. Valtingojer sýnir nýjar steinþrykksmyndir og Patak stórar teikningar undir nafninu Steinn & fjall. Báðir eru listamennirnir búsettir á Stöðvarfirði. Ríkharður hefur m.a. byggt þar upp alþjóðlegt grafíksetur sem nýtur vaxandi athygli á alþjóðlega vísu. Sýningin stendur til 25. október.

rkharur_valtingojer.jpg

Lesa meira

Stefna í málefnum nýrra íbúa á Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í vikunni stefnu í málefnum nýrra íbúa.

Stefnan er að mestu leyti byggð á riti sem SSA gaf út í byrjun ársins 2007 og nefnist ,,Svona gerum við, leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi". Ritið varð ákveðin fyrirmynd að stefnumótun í þessum málum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

fljotsdalsherad_logo.gif

Lesa meira

Eldur í bíl á Þórshöfn

Eldur kviknaði í bifreið sem stóð inni á verkstæði á Þórshöfn í dag og er hún talin gjörónýt. Mbl.is greinir frá.  Að sögn lögreglu á Þórshöfn tók vegfarandi eftir því að reyk lagði út um glugga verkstæðisins og lét eiganda strax vita en enginn var í húsinu um það leyti.

mbl_lney.jpg

Lesa meira

Olweus í Seyðisfjarðarskóla og á Sólvöllum

Ákveðið hefur verið að innleiða svokallaða  Olweusaráætlun í  Seyðisfjarðarskóla og  í  skólahópi leikskólans Sólvalla. Kynningarfundur vegna innleiðingar Olweusaráætlunar gegn einelti og andfélagslegu atferli verður í Félagsheimilinu Herðubreið  13. október kl. 17.00.

1_47b4fef101234-92-1.jpg

Lesa meira

Höttur sigraði í 1. leik tímabilsins

Höttur hóf tímabilið í 1. deildinni í körfuknattleik með 78-72 sigri á Ármanni í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi en Höttur var undir nánast allan leikinn en náði að snúa taflinu sér í hag á lokamínútunum.

basketball.gif

Lesa meira

Sigurður Donys í Hött

Í gær skrifaði Sigurður Donys undir tveggja ára samning við Hött. Donys lék með Einherja á síðustu leiktíð, þar lék hann 15 leiki og skoraði 14 mörk. Donys þykir gríðarlega sterkur leikmaður og kemur til með að styrkja lið Hattar mikið.

donyshottur7okt_vefur.jpg

Lesa meira

Póker í Egilsbúð um helgina

Hartnær þrjátíu manns hafa skráð sig í pókermót sem hefst í Egilsbúð í dag. Enginn getur tekið þátt í slíku móti nema vera orðinn átján ára gamall og samkvæmt lögum má þriðji aðili ekki hagnast á pókerspili svo þátttökugjald,  3.500 kr., rennur óskipt í verðlaunasjóð sem skipt verður á milli fimm stigahæstu spilara.  Mótið stendur fram á sunnudag, en þá verður spilað til úrslita.

poker.gif

Golfvöllur gjaldþrota

Golfklúbburinn á Eskifirði er gjaldþrota. Svæðisútvarpið á Austurlandi sagði frá því í gær að myntkörfulán sem tekið var til að fjármagna framkvæmdir við uppbyggingu golfvallarins á Eskifirði hefði sligað reksturinn í kjölfar hrunsins í október í fyrra. Óskað hefur verið eftir að klúbburinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

golf.jpg

Lesa meira

Níðangurslegt veggjakrot

Veggjakrotara fóru hamförum utan á veggjum húsnæðis Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum um síðustu helgi. Í krotinu koma fram kynþáttafordómar af svæsnasta tagi og blasir óhroðinn meðal annars við þeim útlendingum sem læra íslensku hjá Þekkingarnetinu. Þykjast menn vita hverjir voru þarna á ferð og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.