Eldur í bíl á Þórshöfn

Eldur kviknaði í bifreið sem stóð inni á verkstæði á Þórshöfn í dag og er hún talin gjörónýt. Mbl.is greinir frá.  Að sögn lögreglu á Þórshöfn tók vegfarandi eftir því að reyk lagði út um glugga verkstæðisins og lét eiganda strax vita en enginn var í húsinu um það leyti.

mbl_lney.jpg

Lesa meira

Höttur mætir Ármanni í dag

Fyrsta umferð 1. deildar karla í körfubolta hófst í gær. Í dag mætir Höttur Ármanni á Egilsstöðum kl. 18 og er búist við hörkuleik.

basketball.gif

Fjárfestum í kennurum án tafar

Í dag er Alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Að forgöngu UNESCO er 5. október sérstaklega helgaður kennurum og þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi: Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.

kennaradagur.gif

Lesa meira

Sigurður Donys í Hött

Í gær skrifaði Sigurður Donys undir tveggja ára samning við Hött. Donys lék með Einherja á síðustu leiktíð, þar lék hann 15 leiki og skoraði 14 mörk. Donys þykir gríðarlega sterkur leikmaður og kemur til með að styrkja lið Hattar mikið.

donyshottur7okt_vefur.jpg

Lesa meira

Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski og ýsu um 15%

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. Jafnframt var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um 15%. Þá var verð á karfa hækkað um 10%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag, 6. október 2009.

 

Fjarðabyggð komst áfram í Útsvari

Lið Fjarðabyggðar sigraði Hvergerðinga í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari, í kvöld, með 73 stigum gegn 49. Liðið er skipað Jóni Svani Jóhannssyni, Kjartani Braga Valgeirssyni og Pjetri St. Arasyni.

fjarabygg_sigur.jpg

Níðangurslegt veggjakrot

Veggjakrotara fóru hamförum utan á veggjum húsnæðis Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum um síðustu helgi. Í krotinu koma fram kynþáttafordómar af svæsnasta tagi og blasir óhroðinn meðal annars við þeim útlendingum sem læra íslensku hjá Þekkingarnetinu. Þykjast menn vita hverjir voru þarna á ferð og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.

Reyðarfjarðarkirkja ljósbleik í þágu árveknisátaks

Reyðarfjarðarkirkja er nú prýdd bleikum ljósum í tilefni af átaki Krabbameinsfélags um brjóstakrabbamein. Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðan árið 2000, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er tákn átaksins.

reyarfjararkirkja_bleik_vefur.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð í Útsvari í kvöld

Lið Fjarðabyggðar mætir Hveragerði í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari, í kvöld.Lið Fjarðabyggðar er skipað þeim Jóni Svani Jóhannssyni, Kjartani Braga Valgeirssyni og Pjetri St. Arasyni. Austurglugginn óskar liðinu velgengni í kvöld!big-sjonvarpidlogo22_jpg_550x400_q95.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.