Orkumálinn 2024

Leik- og grunnskólar í Hallormsstað sameinast í einn skóla

Um næstu mánaðarmót munu leikskólinn og grunnskólinn á Hallormsstað formlega sameinast. Leikskólinn Skógarsel verður  þar með ein deild innan Hallormsstaðaskóla. Mikil áhersla hefur verið lögð á samstarf leik-og grunnskólans undanfarin ár og með þessum breytingum gefst tækifæri til að samtvinna nám og leik skólastiganna enn frekar.

hallormsstaarskli.jpg

Lesa meira

Lést í Jökulsárhlíð

Maðurinn sem fórst í dráttarvélarslysi í gær hét Guðmundur Eiríksson, til heimilis að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð. Guðmundur heitinn var fæddur 14. september 1956. Hann var einhleypur og barnlaus. Guðmundur var fæddur og uppalinn að Hlíðarhúsum og átti heima þar alla tíð. Hann vann við ýmis landbúnaðarstörf.

gumundur_eirksson_vefur.jpg

Lesa meira

Andrés önd með Norrænu

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í gær og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ýmislegt sem kemur upp úr skipinu. Þetta virðist vera bíll Andrésar andar en enginn varð þó var við Andrés sjálfan. Bíllinn mun vera á leið á sýningu hjá N1. Skipið siglir utan með kvöldi. Siglingar Norrænu í haust hafa gengið vel og engin ferð hefur verið felld niður vegna veðurs. Ferjan verður ekki í siglingum 5.-19. desember, því þá á hún að þjóna sem hótel í Kaupmannahöfn vegna alþjóðlegu loftslagsráðstefnunnar.

bll_r_norrnu.jpg

Lesa meira

Fyrirlestur Elfu Hlínar um merkar mæðgur

Vísindagarðurinn stendur fyrir Vísindakaffi á Gistihúsinu Egilsstöðum á morgun, föstudag, kl. 12 til 14. Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, mun halda fyrirlestur sem nefnist Líf og störf Sigríðar Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur, - mæðgur, ritstjórar, kaupstaðabúar, Þingeyingar, Seyðfirðingar, kvenréttindakonur, bindindisfrömuðir...

elfa_ll.jpg

 

Lesa meira

Einhliða ákvörðun um aflahámark á makríl

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafna þeirri ósk Íslands að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiða á næsta ári. Íslensk stjórnvöld eru því knúin til að taka enn á ný einhliða ákvörðun um aflahámark í makrílveiðum fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag.

makrill.jpg

 

Lesa meira

Banaslys í Jökulsárhlíð

Banaslys varð í Jökulsárhlíð í snemma í morgun. Karlmaður á sextugsaldri ók dráttarvél út af afleggjara að bænum Hlíðarhúsum og virðist hún hafa oltið ofan í Fögruhlíðará. Ættingjar mannsins höfðu undrast um hann í morgun og gert að honum leit. Nágrannar fundu hann í ánni um hádegisbil og var hann þá enn með lífsmarki. Hann lést skömmu síðar þrátt fyrir lífgunartilraunir. Dánarorsök liggur ekki fyrir, að sögn lögreglu.

kross.gif

 

Undirbúningur hafinn fyrir Legókeppni

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 8. bekk Seyðisfjarðarskóla verið að undirbúa sig fyrir hina árlegu First Lego League keppni.  Keppnin verður haldin á Suðurnesjum laugardaginn 7. nóvember næstkomandi.  Einn liður í undirbúningnum fyrir þessa keppni er að nemendur halda kynningu á verkefninu í heimabyggð sinni.  Kynningin verður haldin í Gamla skóla, þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 18.00.  Aðgangseyrir er aðeins 600 krónur, allur ágóði er fjáröflun fyrir ferðina.

seyisfjararskli.jpg

Vara við sameiningu og niðurfellingu embætta á landsbyggðinni

Lögfræðingar á Norður- og Austurlandi vara eindregið við sameiningu og niðurlagningu embætta héraðsdómstóla, sýslumanna og skattstjóra og segja alvarlega grafið undan þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar með hugmyndum þar um. Lögfræðingarnir mótmæla því að núverandi tímabundið efnahagsástand sé notað sem átylla til að koma að tillögum sem fyrst og fremst munu færa umsvif og þjónustu frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.

lawyer.jpg

Lesa meira

Vel heppnuð Þjóðahátíð Austfirðinga

Þjóðahátíð Austfirðinga 2009 var haldin á Vopnafirði um helgina. Kynnt voru tólf lönd og menningu þeirra og matarhefð gerð góð skil. Sem dæmi má nefna að á færeyskri kynningu var boðið upp á allskyns brauðmeti og álegg auk skerpukjöts. Fjöldi fólks mætti á þjóðahátíð, kynnti sér lönd og þjóðir og naut góðgjörða og spjalls úr öllum heimshornum. Vopnafjarðardeild Rauða krossins leiddi undirbúning að hátíðinni.

15

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.