Sigtað á rjúpuna á morgun

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Það stendur í 18 daga og er síðasti veiðidagur 6. desember. Veiða má frá föstudegi til sunnudags þennan tíma. Búist er við fjölda rjúpnaskytta til Austurlands á veiðar um helgina, því veðurspá er sýnu best á því svæði. Heimamenn eru líka að gera sig klára. Nú orðið er unnt að kaupa veiðileyfi á netinu kjósi menn slíkt. Þá eru veiðileiðsögumenn að fara með útlendinga á rjúpu á Austurlandi. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur rjúpnaveiðimenn til að sýna aðgát.

rjpa.jpg

 

Lesa meira

Nýtt tjaldstæði að verða til á Egilsstöðum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið við að byggja upp nýtt tjaldstæði á Egilsstöðum, á reit þar sem fyrirtækið Barri var áður með aðstöðu. Tjaldstæði sunnan við Samkaup, sem verið hefur í notkun undanfarin ár, þarf að víkja vegna miðbæjarskipulags sem tók gildi fyrir nokkrum misserum, auk þess sem það uppfyllir ekki lengur kröfur samtímans. 

ntt_tjaldsti.jpg

Lesa meira

Undirbúningur hafinn fyrir Legókeppni

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 8. bekk Seyðisfjarðarskóla verið að undirbúa sig fyrir hina árlegu First Lego League keppni.  Keppnin verður haldin á Suðurnesjum laugardaginn 7. nóvember næstkomandi.  Einn liður í undirbúningnum fyrir þessa keppni er að nemendur halda kynningu á verkefninu í heimabyggð sinni.  Kynningin verður haldin í Gamla skóla, þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 18.00.  Aðgangseyrir er aðeins 600 krónur, allur ágóði er fjáröflun fyrir ferðina.

seyisfjararskli.jpg

Fleiri náms- og starfsráðgjafar virkjaðir í þágu atvinnuleitenda

Í gær var undirritaður samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva  og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins  um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur.  Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi  taka þátt í að ná til atvinnuleitenda  sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni.

fundur_vmst_kvasi_og_fa__grand_htel_016.jpg

Lesa meira

Leik- og grunnskólar í Hallormsstað sameinast í einn skóla

Um næstu mánaðarmót munu leikskólinn og grunnskólinn á Hallormsstað formlega sameinast. Leikskólinn Skógarsel verður  þar með ein deild innan Hallormsstaðaskóla. Mikil áhersla hefur verið lögð á samstarf leik-og grunnskólans undanfarin ár og með þessum breytingum gefst tækifæri til að samtvinna nám og leik skólastiganna enn frekar.

hallormsstaarskli.jpg

Lesa meira

Lést í Jökulsárhlíð

Maðurinn sem fórst í dráttarvélarslysi í gær hét Guðmundur Eiríksson, til heimilis að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð. Guðmundur heitinn var fæddur 14. september 1956. Hann var einhleypur og barnlaus. Guðmundur var fæddur og uppalinn að Hlíðarhúsum og átti heima þar alla tíð. Hann vann við ýmis landbúnaðarstörf.

gumundur_eirksson_vefur.jpg

Lesa meira

Ullarverð hækkar um 8 prósent

Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti í gær. Samkvæmt því hækkar ullarverð til bænda um 8% frá og með 1. nóvember nk. Ullarverð hækkaði síðast þann 1. nóvember 2008 og frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% þannig að hækkunin nú vegur ekki upp almennar verðhækkanir.

kindur_lit1.jpg

Lesa meira

Fyrirlestur Elfu Hlínar um merkar mæðgur

Vísindagarðurinn stendur fyrir Vísindakaffi á Gistihúsinu Egilsstöðum á morgun, föstudag, kl. 12 til 14. Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, mun halda fyrirlestur sem nefnist Líf og störf Sigríðar Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur, - mæðgur, ritstjórar, kaupstaðabúar, Þingeyingar, Seyðfirðingar, kvenréttindakonur, bindindisfrömuðir...

elfa_ll.jpg

 

Lesa meira

Einhliða ákvörðun um aflahámark á makríl

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafna þeirri ósk Íslands að taka þátt í heildarstjórnun makrílveiða á næsta ári. Íslensk stjórnvöld eru því knúin til að taka enn á ný einhliða ákvörðun um aflahámark í makrílveiðum fyrir næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag.

makrill.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.