Rússíbanar spila í Frystiklefanum

Hljómsveitin Rússíbanar kemur fram í Frystiklefa Sláturhússins á Egilsstöðum, nánar tiltekið í kvöld. Sveitin hefur haft hægt um sig undanfarin misseri en rýfur nú þögnina meðan harmónikusnillingurinn Tatu Kantomaa dvelur hér í nokkra daga. Rússíbanarnir munu leika efnisskrá sígildra tónverka í bland við ný íslensk verk og heimstónlist. Sveitin er nú á tónleikaferð um Austurland sem lýkur 20. nóvember næstkomandi. Meðlimir Rússíbana eru Guðni Franzson, Tatu Kantomaa, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock.

rssbanar_vefur.jpg

150 krakkar tóku þátt í knattspyrnuakademíu Tandrabergs

Um 150 krakkar víðs vegar af Austurlandi tóku þátt og skemmtu sér vel á æfingum og fyrirlestrum á knattspyrnuakademíu Tandrabergs, sem haldin var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um síðustu helgi. Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis stýrðu æfingum auk nokkurra gestaþjálfara og leikmanna sem komu að þessari akademíu.

ftbolti.jpg

Lesa meira

Athafnir teygja sig um land allt

Einn af viðburðum alþjóðlegu athafnavikunnar 16.-22. nóvember n.k. er Athafnateyjan, um er að ræða verkefni sem mæla mun hversu miklu íslenska þjóðin getur komið í framkvæmd á einni viku. Teygjan, sem hægt er að smeygja um úlnlið sér, er send á valin hóp áberandi einstaklinga í athafnalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum – fólks sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er í aðstöðu til að vera öðrum til fyrirmyndar. Bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafnafólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafnateygjuna afhenta nk. mánudag, þ.e. í upphafi Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi.

teygjur.jpg

Lesa meira

Bóndagrýlan lagði Vestmannaeyinga

Fljótsdalshérað er komið áfram í spurningakeppninni Útsvari eftir 86-33 sigur á Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Fljótsdalshérað slær Vestmannaeyjar út í fyrstu umferð keppninnar.

 

Lesa meira

Kyndilbænaganga á Egilsstöðum

Í kvöld stendur Kristilegt stúdentafélag, KSF, fyrir kyndilbænagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:30, að Egilsstaðakirkju, sjúkrahúsinu og þaðan í Sláturhúsið. Stúdentamessa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudag kl. 11.

 tr.jpg

Lesa meira

Ljóðræða um samtímann

Ljóðaklúbburinn Hási Kisi stendur fyrir ljóðaupplestri í kvöld klukkan 20:30. Lesturinn fer fram í fokheldu einbýlishúsi að Hömrum 19 á Egilsstöðum og er hluti af dagskrá Daga myrkurs á Austurlandi. Í Hása Kisa eru þau Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.

kttur.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað í Útsvari

Í kvöld eigast við í spurningakeppni Sjónvarpsins, Útsvari, lið Fljótsdalshéraðs og Vestmannaeyja. Þeir Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson mæta aftur til leiks líkt og fyrr fyrir hönd Fljótsdalshéraðs en í þetta skiptið mætir Ingunn Snædal með þeim og fyllir þannig í skarð systur sinnar Urðar Snædal. Frá Vestmannaeyjum mætir Sighvatur Jónsson aftur í sjónvarpssal en í þetta sinn með Sigurgeiri Jónssyni og Berthu Johansen. Austurglugginn sendir liði Fljótsdalshéraðs óskir um velgengni og að sjálfsögðu sigur!

spurning.jpg

Ánægja hjá HB Granda með kvótann

Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 40 þúsund tonna byrjunarkvóta á veiðum á íslenskri sumargotssíld nú á vertíðinni, koma alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB Granda. Stefnt er að því að hvert hinna þriggja uppsjávarveiðiskipa félagsins fari eina veiðiferð á miðin í Breiðafirði og er áætlað að Faxi RE haldi til síldveiða í kvöld.

hbgrandi.jpg

Lesa meira

Eðlisfræðinemar keppa í ME

Í dag kl. 16  fer fram keppni eðlisfræðinema Menntaskólanum á Egilsstöðum. Keppt er í því að láta farartæki ferðast sem lengst. Eina orkan sem farartækið fær er úr falli lóðs, sem er hluti tækisins. Um þetta gilda einfaldar reglur um hæð og þyngd farartækis en annars er hönnun þess alfarið í höndum nemenda. Keppnin verður haldin í anddyri kennsluhúss menntaskólans og er áhugasömum velkomið að koma og fylgjast með. Keppnin er styrkt af Kaupþingi og Tréiðjunni Eini.

elisfri.png

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.