Orkumálinn 2024

150 krakkar tóku þátt í knattspyrnuakademíu Tandrabergs

Um 150 krakkar víðs vegar af Austurlandi tóku þátt og skemmtu sér vel á æfingum og fyrirlestrum á knattspyrnuakademíu Tandrabergs, sem haldin var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði um síðustu helgi. Þjálfarar Fjarðabyggðar/Leiknis stýrðu æfingum auk nokkurra gestaþjálfara og leikmanna sem komu að þessari akademíu.

ftbolti.jpg

Lesa meira

Athafnir teygja sig um land allt

Einn af viðburðum alþjóðlegu athafnavikunnar 16.-22. nóvember n.k. er Athafnateyjan, um er að ræða verkefni sem mæla mun hversu miklu íslenska þjóðin getur komið í framkvæmd á einni viku. Teygjan, sem hægt er að smeygja um úlnlið sér, er send á valin hóp áberandi einstaklinga í athafnalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum – fólks sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er í aðstöðu til að vera öðrum til fyrirmyndar. Bæjarstjórar landsins, ráðherrar, formenn stjórnmálaflokka, athafnafólk og fjölmiðlamenn munu fá Athafnateygjuna afhenta nk. mánudag, þ.e. í upphafi Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi.

teygjur.jpg

Lesa meira

Upphafskvóti 40 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað til skipa í dag en eru þau til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 16. október 2009. 

Í nótt var 900 tonnum af síld landað úr Ásgrími Halldórssyni hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Síldin er ágætlega væn og eru fleiri skip nú á síldveiðum.

sild.jpg

Lesa meira

Kyndilbænaganga á Egilsstöðum

Í kvöld stendur Kristilegt stúdentafélag, KSF, fyrir kyndilbænagöngu á Egilsstöðum. Gengið verður frá Menntaskólanum á Egilsstöðum kl. 20:30, að Egilsstaðakirkju, sjúkrahúsinu og þaðan í Sláturhúsið. Stúdentamessa verður í Egilsstaðakirkju á sunnudag kl. 11.

 tr.jpg

Lesa meira

Ljóðræða um samtímann

Ljóðaklúbburinn Hási Kisi stendur fyrir ljóðaupplestri í kvöld klukkan 20:30. Lesturinn fer fram í fokheldu einbýlishúsi að Hömrum 19 á Egilsstöðum og er hluti af dagskrá Daga myrkurs á Austurlandi. Í Hása Kisa eru þau Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.

kttur.jpg

Lesa meira

Ánægja hjá HB Granda með kvótann

Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 40 þúsund tonna byrjunarkvóta á veiðum á íslenskri sumargotssíld nú á vertíðinni, koma alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB Granda. Stefnt er að því að hvert hinna þriggja uppsjávarveiðiskipa félagsins fari eina veiðiferð á miðin í Breiðafirði og er áætlað að Faxi RE haldi til síldveiða í kvöld.

hbgrandi.jpg

Lesa meira

Eðlisfræðinemar keppa í ME

Í dag kl. 16  fer fram keppni eðlisfræðinema Menntaskólanum á Egilsstöðum. Keppt er í því að láta farartæki ferðast sem lengst. Eina orkan sem farartækið fær er úr falli lóðs, sem er hluti tækisins. Um þetta gilda einfaldar reglur um hæð og þyngd farartækis en annars er hönnun þess alfarið í höndum nemenda. Keppnin verður haldin í anddyri kennsluhúss menntaskólans og er áhugasömum velkomið að koma og fylgjast með. Keppnin er styrkt af Kaupþingi og Tréiðjunni Eini.

elisfri.png

Harmað að reynt sé að gera embætti Lögreglustjórans á Eskifirði tortryggilegt

Embætti lögreglustjórans á Eskifirði harmar að reynt sé að gera rannsókn máls yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar hjá embættinu tortryggilega með því að láta að því liggja að annarlegir hagsmunir hafi ráðið við rannsókn málsins. Farið hafi verið að þeim lögum, reglum og fyrirmælum sem snúa að því með hvaða hætti skuli rannsaka sakamál. Embættið hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu:

lgga.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.