Tækniminjasafn fagnar afmæli

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði á 25 ára afmæli á þessu ári. Til þess að fagna þessum áfanga verður haldið afmælisboð á safninu á morgun, laugardag, milli kl. 16 og 17. Sýningin ,,Safn á leiðinni"  verður opnuð og gestir fá tækifæri til þess að skoða hana með leiðsögn starfsmanna.

morsetaeki.jpg

Lesa meira

Erna í 20. sæti á heimslista í skíðaíþróttum fatlaðra

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs ákvað á fundi sínum í vikunni að verða við umsókn Ernu Friðriksdóttur um styrk vegna þátttöku á Paralympics 2010 í Vancouver í Kanada 12.-21 mars. Erna er nú í 20. sæti á heimslistanum í skíðaíþróttum fatlaðra og hefur tryggt sér keppnisrétt á Paralympics 2010.

ernafridriksdottircolorado2009.jpg

Rekstur nýr tjaldsvæðis á Egilsstöðum auglýstur

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur gefið atvinnumálanefnd sveitarfélagsins heimild til að auglýsa rekstur nýs tjaldsvæðis á Egilsstöðum, sem nú er í uppbyggingu. Þá verður jafnframt auglýst eftir áhugasömum aðilum um nýtingu og rekstur á ónýttum hluta gamla trésmíðaverkstæðis Kaupfélags Héraðsbúa  sem er við hlið væntanlegs tjaldsvæðis. Þar hefur verkefnið Þorpið einmitt lýst áhuga á að fá inni fyrir verkstæði undir handverk og hönnun.

egilsstair.jpg

Ljós í myrkri - Brynja Garðars sýnir í Nesbæ

Nú stendur yfir myndlistarsýningin Ljós í myrkri í kaffihúsinu Nesbæ á Norðfirði. Þetta er fyrsta einkasýning Norðfirðingsins Brynju Garðars og eru verkin unnin með olíu, grafík og vatnslitum.

brynja_garars2.jpg

Sauðfjársæðinganámskeið á Skjöldólfsstöðum

Sauðfjársæðinganámskeið verður haldið á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á föstudag. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Búnaðarfélag Austurlands og er fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa við sauðfjársæðingar. Umsjón og kennsla verður í höndum Þorsteins Ólafssonar, dýralæknis.

kindur.jpg

Lesa meira

Ylur reisir skála í Laugarfelli

Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hefur ákveðið að ganga að tilboði Yls ehf. um jarðvinnu og uppsteypu á nýjum ferðamannaskála sveitarfélagsins í Laugarfelli og er búið að ganga frá samningi við Yl, sem var lægstbjóðandi í verkið. Samið hefur verið við Svein Þórarinsson verkfræðing á Egilsstöðum um eftirlit og verkstjórn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Lesa meira

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar harmar fyrirhugaða lokun bæjarskrifstofu

Stjórn Starfsmannafélags Fjarðabyggðar lýsir undrun og hryggð yfir þeirri ákvörðun stjórnenda Fjarðabyggðar að leggja niður og loka starfstöð sveitarfélagsins að Hafnarbraut 2 í Neskaupstað og flytja starfsemina á Reyðarfjörð. Starfsmannafélagið mótmælir þeirri ákvörðun að skylda núverandi starfsmenn í Neskaupstað til að aka daglega á Reyðarfjörð um 80 km vegalengd til og frá vinnu ella hætta að öðrum kosti uni starfsmenn ekki breyttum aðstæðum.

starfsmannaflag_fjarabyggar_vefur.jpg

Lesa meira

Yndislegir Dagar myrkurs á Fljótsdalshéraði

Dagarnir 5. - 15. nóvember voru helgaðir ljósinu og myrkrinu á  Austurlandi og var ýmislegt gert til að hlýja hjartanu og huganum á  Héraði á þessum dögum. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs lét ekki  sitt eftir liggja og skipulagði ýmislegt skemmtilegt í skammdeginu.

dagar_myrkur_fljtsdalshrai.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.