Enn eitt metárið hjá Berki NK-122

Börkur NK kom inn til löndunar í gærmorgun með 1.300 tonn af síld.  Síldarvertíðin hefur gengið vel hjá þeim Barkarmönnum og er aflinn kominn yfir 9 þúsund tonn á vertíðinni og hefur nánast allur afli skipsins farið í manneldisvinnslu.  Veiðar hafa gengið vel þótt vissulega sé langt að sækja aflann eða 36 tíma stím.  Til gamans má geta þess að skipið hefur farið í 9 veiðiferðir á vertíðinni og hefur tíminn skipt skipst þannig að u.þ.b. 650 tímar hafa farið í stím, 330 tímar í löndun og aðeins hefur verið stoppað í 75 tíma á miðunum.  Auk þess sem skipið hefur lagt af mörkunum 8 sólarhringa í síldarrannsóknir.

borkur_nk.jpg
 

Lesa meira

Tærgesen opið að nýju

Veitinga- og gistihúsið Tærgesen á Reyðarfirði hefur nú opnað á nýjan leik eftir nokkuð langt hlé. Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum og eru það þau Sandra Þorbjörnsdóttir og Jónas Helgason sem nýlega fluttu til Reyðarfjarðar frá Spáni. Tærgesen er komið í jólaskap og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Þau Sandra og Jónas segjast stefna á að opna snemma á morgnana og hafa opið fram til ellefu á kvöldin. Boðið er upp á heimilismat í hádeginu, auk rétta af matseðli og stefnt á að sýna knattspyrnuleiki í beinni útsendingu.

taergesen_vefur.jpg

Kvennalið Þróttar í undanúrslit

Kvennalið Þróttar er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í blaki en fyrri forkeppni keppninnar fór fram í Reykjavík fyrir skemmstu. Karlaliðið missti naumlega af undanúrslitasæti.

blak_bikarkeppni_helgi1_0077_vefur.jpg

Lesa meira

Sr. Jóna Kristín tekin við á Kolfreyjustað

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var sett í embætti sóknarprests Kolfreyjustaðarsóknar á sunnudag við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Jóna Kristín gegndi áður starfi bæjarstjóra í Grindavík og tók við Kolfreyjustaðarsókn af séra Þóreyju Guðmundsdóttur. Við athöfnina var kirkjunni færð gjöf til minningar um presthjónin sr. Þorleif Kristmundsson og Þórhildi Gísladóttur.

jna_kristn_orvaldsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Leiðrétting vegna umfjöllunar smáýsudráps síldarflotans í Breiðafirði

Vegna þeirrar umfjöllunar sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um meint smáýsudráp síldarflotans í Breiðafirði, vill Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf., koma eftirfarandi á framfæri. ,,Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti langmestu af síld á vertíðinni, hún hefur öll verið veidd í Breiðafirði.  Nánast öll síldin hefur farið til manneldisvinnslu, þar er hún tekin yfir flokkara og bolfiskur skilinn frá, settur í kör og vigtaður samkvæmt reglum fiskistofu.  Eftirlitsaðilar fiskistofu hafa fylgst með flokkun og vigtun aflans.

sild2_16_06_08.jpg

Lesa meira

ME úr leik í Morfís

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll nýverið úr leik fyrir liði Verslunarskólans í fyrstu umferð ræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Sigur Verslunarskólans varð nokkuð stór, 672 stig þar sem ME náði ekki yfir 100 stig. Lið Verslunarskólans var meðal þeirra betri sem sést hafa í fyrstu umferð. Umræðuefnið var alþjóðavæðing og mælti ME á móti henni. 

morfis_verslo_me_0011_vefur.jpg

Lesa meira

Opinn fundur um Norðfjarðargöng

Samstöðufundur um Norðfjarðargöng verður haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, 14. desember. Fundurinn er haldinn að frumkvæði sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Þar munu fulltrúar mismunandi hagsmuna koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samgönguráðherra og vegamálastjóri verða sérstakir gestir fundarins.

fjarabygg.jpg

Austfirsk þungarokkssveit á bandarískum safndiski

Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum er meðal þeirra hljómsveita sem plötuútgáfan 272 Records, hefur valið á nítjánda diskinn í safndiskaröðinni Riot On Sunset. Diskurinn kom út á þriðjudag.

4078514125_faff45eafa_vefur.jpg

Lesa meira

Fyrsta einkasýning Sjafnar í sjö ár

Laugardaginn 12. des. kl. 17:00 opnar myndlistarmaðurinn Sjöfn Eggertsdóttir sýningu sína ,,Ein heima" í Sláturhúsinu en þar verða sýnd 6 ný olíumálverk. Allir eru velkomnir á opnun og verða léttar veitingar í boði. Í tilkynningu segir að mikil tilhlökkun ríki og sönn ánægja sé að fá einkasýningu frá Sjöfn, en hún hefur ekki haldið einkasýningu í 7 ár.

sjofn_a_net.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.