Seafood Supply Iceland í fiskframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samið við fyrirtækið Seafood Supply Iceland, um leigu á tækjabúnaði sem sveitarfélagið á í frystihúsi Breiðdalsvíkur. Samningurinn gildir í hálft ár og er í honum klásúla um að fyrirtækið kaupi tækin að þeim tíma liðnum.

frystihs_breidalsvk.jpg

 

Lesa meira

Austfirsk bókavaka í Safnahúsinu

Annað kvöld, 3. desember, verður Bókavaka Safnahússins haldin og hefst hún kl. 20. Líkt og í fyrra er bókavakan alaustfirsk, þ.e. að þeir rithöfundar sem fram koma eru allir Austfirðingar. Þeir höfundar sem stíga á stokk eru alls fimm talsins: Vilhjálmur Hjálmarsson, Elfa Hlín Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingunn Snædal og Smári Geirsson.

bkasur.jpg

Lesa meira

Borgarafundur um lokun bæjarskrifstofu

Opinn borgarafundur verður haldinn í Egilsbúð Neskaupstað kl. 17 næstkomandi föstudag. Efnt er til fundarins til að ræða fyrirhugaða lokun bæjarskrifstofunnar í Neskaupstað, en bæjarstjórn ákvað fyrir skömmu að starfsemin skyldi um áramót flutt yfir á Reyðarfjörð. Ellefu starfsmenn vinna á bæjarskrifstofunni. Fundurinn er á vegum fólks sem andvígt er lokuninni.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Vel sóttur íbúafundur um lokun bæjarskrifstofu

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Neskaupstað á föstudag var bæjarstjórn Fjarðabyggðar afhentur undirskriftalisti þar sem 530 manns mótmæla því að bæjarskrifstofu í Neskaupstað verði lokað um áramót og starfsemi hennar flutt á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

Lesa meira

Kannabisræktun á Seyðisfirði

Lögregumenn við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu í dag húsleit í húsi á Seyðisfirði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleit fundust um 60 kannabisplöntur og græðlingar. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun. Þá var og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. Þá gerðu lögreglumenn á Vopnafirði húsleit vegna málsins á sínu svæði.  Við húsleitina á Seyðisfirði var fenginn til aðstoðar fíkniefnahundur frá Ríkislögreglustjóra ásamt þjálfara.

hassplanta.jpg

 

 

Lesa meira

www.spilarinn.net hefur starfsemi

Í dag, 1. desember 2009, hefur www.spilarinn.net formlega starfsemi sína. www.spilarinn.net er nýr gagnvirkur tónlistarvefur sem býður upp á ókeypis tónlistarstreymi á netinu. Notendur geta valið um tónlistarflytjendur, tónlistarstefnur, tónlistarár, texta og tónlistarupplýsingar á einfaldan og skilvirkan hátt.

Lesa meira

Upplifun fyrir öll skilningarvit

Þögul kvöldstund verður í Sláturhúsinu Egilsstöðum á föstudagskvöldið. Gestir verða við komu látnir undirrita þagnareið, en geta svo að því búnu rölt um og skoðað verk ellefu listakvenna sem sækja innblástur sinn í jól bernskunnar og skapa hugljúfa aðventustemmningu. Þögla kvöldstundin hefst kl. 20 og stendur til miðnættis.

gn2.jpg

Lesa meira

Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski og ýsu

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. Þá var ákveðið að hækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um 10%. Verð á karfa var hækkað um 5%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag, 1. desember 2009.

fiskur.jpg

Hreyfing og holl næring í skólum Fljótsdalshéraðs

Í síðasta mánuði kom út stöðumatsskýrsla fyrir Fljótsdalshérað í verkefninu „Allt hefur áhrif, einkum við sjálf!“. Skýrslan var unnin á vegum Lýðheilsustöðvar í samstarfi við sveitarfélög á Íslandi. Verkefnið hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. Með því er meðal annars verið að bregðast við þeirri þróun að kyrrseta er að aukast og neysluvenjur að breytast. Efni skýrslunnar varpar ljósi á stöðu helstu þátta sem varða aðstæður, starf og framboð hreyfingar og hollrar næringar í leik- og grunnskólum Fljótdalshéraðs. Skýrslan sýnir að á þessum stöðum er unnið mikið og gott starf en einnig að ýmislegt má gera betur.

fljotsdalsherad_logo_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.