Orkumálinn 2024

Manns saknað við Skrúð í Fáskrúðsfirði

Smábátur strandaði við eyna Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Tveir menn voru um borð og er annars þeirra saknað en hinum tókst að bjarga. Kallaðar hafa verið út björgunarsveitir allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar og eru þær ýmist á leið á staðinn eða komnar. Einnig hafa verið kallaðir til í það minnsta sex kafarar. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru á staðnum, auk báta af svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á slysstað.

skrur__fskrsfiri.jpg

Vísir greiðir tvöfaldan jólabónus

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. hefur fylgt í fótspor fleiri sjávarútvegsfyrirtækja og greiðir  starfsmönnum fyrirtækisins í landi tvöfalda desemberuppbót í desember.

Vísir hf. er útgerðar-, framleiðslu- og sölufyrirtæki. Starfstöðvar þess eru á fjórum stöðum á landinu; í Grindavík, á Þingeyri, á Húsavík og á Djúpavogi. Höfuðstöðvar Vísis eru í Grindavík.

Enn eitt metárið hjá Berki NK-122

Börkur NK kom inn til löndunar í gærmorgun með 1.300 tonn af síld.  Síldarvertíðin hefur gengið vel hjá þeim Barkarmönnum og er aflinn kominn yfir 9 þúsund tonn á vertíðinni og hefur nánast allur afli skipsins farið í manneldisvinnslu.  Veiðar hafa gengið vel þótt vissulega sé langt að sækja aflann eða 36 tíma stím.  Til gamans má geta þess að skipið hefur farið í 9 veiðiferðir á vertíðinni og hefur tíminn skipt skipst þannig að u.þ.b. 650 tímar hafa farið í stím, 330 tímar í löndun og aðeins hefur verið stoppað í 75 tíma á miðunum.  Auk þess sem skipið hefur lagt af mörkunum 8 sólarhringa í síldarrannsóknir.

borkur_nk.jpg
 

Lesa meira

Braut lög um dýravernd og búfjárhald

Bóndi á Stórhól í Hamarsfirði hefur verið dæmdur til greiðslu sektar vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Greiðslan nemur 80 þúsund krónum. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði þetta í vikunni. Auk vanfóðrunar þótti ákæruvaldinu umgengni á jörðinni refsiverð en mikill óþefur er sagður hafa legið frá lambs- og hundshræjum sem fundust nálægt fjárhúsinu.

Sorpurðun í uppnámi

Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður leita nú að heppilegum urðunarstað fyrir sorp af svæðinu. Viðbótarsamningur um tímabundna urðun sorps á Reyðarfirði, af Héraði og Seyðisfirði fékkst ekki endurnýjaður hjá Fjarðabyggð og kann það að setja sorpurðun í uppnám, nema að Fjarðabyggð endurskoði afstöðu sína.

Lesa meira

Sr. Jóna Kristín tekin við á Kolfreyjustað

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var sett í embætti sóknarprests Kolfreyjustaðarsóknar á sunnudag við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Jóna Kristín gegndi áður starfi bæjarstjóra í Grindavík og tók við Kolfreyjustaðarsókn af séra Þóreyju Guðmundsdóttur. Við athöfnina var kirkjunni færð gjöf til minningar um presthjónin sr. Þorleif Kristmundsson og Þórhildi Gísladóttur.

jna_kristn_orvaldsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Tjaldsvæði á Egilsstöðum í útboð

Fljótsdalshérað hefur auglýst aðstöðu nýs tjaldstæðis á Egilsstöðum til leigu næstu fjögur ár, með möguleika á framlengingu. Gert er ráð fyrir að leigutaki sjái um allan daglegan rekstur tjaldstæðisins og umhirðu ásamt markaðssetnigu þess. Tilboðsfrestur rennur út 11. janúar 2010.

Íbúar Fjarðabyggðar krefjast Norðfjarðarganga

Í gærkvöld var haldinn opinn borgarafundur að tilhlutan sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um Norðfjarðargöng. Fundurinn var á Eskifirði og á hann mættu um 270 manns. Í ályktun sem fundurinn samþykkti segir að íbúar Fjarðabyggðar geri þá eindregnu kröfu til þingmanna kjördæmisins og ráðamanna í samgöngumálum að hert verði sem aldrei fyrr baráttan fyrir því að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hefjist strax að loknum Héðinsfjarðargöngum.

fundur1.jpg

Lesa meira

Opinn fundur um Norðfjarðargöng

Samstöðufundur um Norðfjarðargöng verður haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, 14. desember. Fundurinn er haldinn að frumkvæði sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Þar munu fulltrúar mismunandi hagsmuna koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samgönguráðherra og vegamálastjóri verða sérstakir gestir fundarins.

fjarabygg.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.