Orkumálinn 2024

Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á sunnudag

Jólatónleikarnir Jólafriður verða haldnir sunnudaginn 20. desember næstkomandi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og hefjast þeir kl. 20. Þeta er áttunda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir en á þeim er flutt róleg og ljúf tónlist við kertaljós og reynt að skapa notalega stemmningu. Tónlistarstjóri er Daníel Arason.

violins.jpg

Lesa meira

Húsafriðunarnefnd heiðrar Hilmar Bjarnason og Geir Hólm

Í fyrra tók Húsafriðunarnefnd upp þá nýjung að veita viðurkenningu fyrir störf að húsverndarmálum og beindi þá sjónum sínum að varðveislu á gömlum verslunarinnréttingum og hvernig mætti nýta þær við nútímalegar aðstæður. Núna hefur nefndin ákveðið að vekja athygli á merku brautryðjendastarfi, sem unnið er úti á landsbyggðinni – oft við erfiðar aðstæður og takmarkaðan skilning – og heiðra tvo aldna forvígismenn húsverndar á Eskifirði, þá Hilmar Bjarnason og Geir Hólm.

randulfssjhs__eskifiri.jpg

Lesa meira

Leit hætt í Fáskrúðsfirði

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hefur svæðið þar sem báturinn fórst verið leitað afar vel í allan dag af björgunarsveitum af Austurlandi, nærstöddum bátum og skipum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig hafa kafarar tekið þátt. Verið er að draga bátinn sem fórst til hafnar á Fáskrúðsfirði og er von á honum þangað eftir tvo til þrjá tíma.

sjslys__fskrsfiri_skrur_vefur.jpg

Lesa meira

Fólk sungið í jólaskóna í Norðfjarðarkirkju

Jólatónleikar Katrínar Halldóru Sigurðardóttur, Ágústar Ármann og Soffíu Björgúlfsdóttur, Jólaskór, verða haldnir í Norðfjarðarkirkju, þriðjudaginn 22. desember kl. 21. Húsið opnar kl. 20:30 og lofa tónleikahaldarar því að syngja fólk í jólaskóna, svo mikil verði jólastemmningin. Aðgangseyrir er kr. 1.000.- í reiðufé.

jlaskr_tnleikar_kristna.jpg

Bloodgroup fékk viðurkenningu Kraums

Kraumur, tónlistarsjóður, veitti í dag viðurkenningar fyrir sex hljómplötur sem þóttu skara fram úr í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Er þetta annað árið í röð í dag sem slík viðurkenning er veitt. Hljómsveitin Bloodgroup, sem m.a. skartar tónlistarmönnum frá Egilsstöðum, átti eina af plötunum sex, hina nýju Dry Land. Kraumur mun styðja við plöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna, sem að þeim standa, til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana.

dry_land.jpg

Lesa meira

Enn leitað að manni í Fáskrúðsfirði

Enn er leitað að manni sem fór í sjóinn þegar bátur steytti á skeri við eyjuna Skrúð í Fáskrúðsfirði á áttunda tímanum í morgun.

Lesa meira

Fannst látinn um borð

Maðurinn sem leitað var að í Fáskrúðsfirði fyrrihluta dagsins er látinn. Flak fiskibátsins sem hvolfdi skammt frá eynni Skrúð í morgun, var dregið til hafnar í Fáskrúðsfirði í dag og fannst lík mannsins, að sögn lögreglu, um borð. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna.

kross.jpg

 

Lesa meira

Manns saknað við Skrúð í Fáskrúðsfirði

Smábátur strandaði við eyna Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Tveir menn voru um borð og er annars þeirra saknað en hinum tókst að bjarga. Kallaðar hafa verið út björgunarsveitir allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar og eru þær ýmist á leið á staðinn eða komnar. Einnig hafa verið kallaðir til í það minnsta sex kafarar. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru á staðnum, auk báta af svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á slysstað.

skrur__fskrsfiri.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.