Gengið fyrir bættum samgöngum á nýju ári

Göngum-göngum hópurinn, sem vill vekja athygli á bráðri nauðsyn samgönguúrbóta milli Seyðisfjarðar og Héraðs, stendur laugardaginn 2. janúar fyrir göngu upp á Fjarðarheiði, eða nánar tiltekið frá Herðubreið á Seyðisfirði að Skíðaskálanum í Stafdal.  Lagt verður af stað kl. 10.00 stundvíslega. Í Stafdal verður boðið upp á heitt kakó til hressingar. Síðan hafa göngumenn og -konur val um að láta ná í sig eða tölta til baka. Minnt er á að nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott að nota öryggisvesti til að sjást betur.

snjlabb.jpg

Lesa meira

Yfirlækni sagt upp störfum

Í gær var Hannesi Sigmarssyni, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar sagt upp með bréfi frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, staðfestir að lækninum hafi verið sagt upp frá og með 1. janúar n.k. og verði hann tekinn af launaskrá 30. apríl. Ekki er óskað eftir vinnuframlagi læknisins á uppsagnarfrestinum.

hsa.jpg

Lesa meira

Köldukvíslarveita tekin í notkun

Íbúar Egilsstaða og Fella fengu rétt fyrir jólin vatn úr hinu nýja vatnsbóli Köldukvíslarveitu. Var þá slökkt á borholudæmum á Egilsstaðanesi, en vatnsbólið þar hefur veitt vatni til Héraðsbúa í yfir fjörtíu ár. Það er skammt frá Egilsstaðaflugvelli en hið nýja vatnsból er á Fagradal og mun nú þjóna þéttbýliskjörnum Egilsstaða og Fellabæjar um ókomin ár.

kalt_vatn.jpg

 

Tillögur sálfræðinga vegna Heilsugæslu Fjarðabyggðar

Tveir sálfræðingar, sem að tilstuðlan heilbrigðisráðuneytisins og að ósk bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð um aðkomu óháðs aðila, könnuðu fyrr í vetur aðstæður á vinnustað Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð, hafa sent frá sér skýrslu. Þar eru settar fram tillögur um að finna beri leið til að leysa Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar frá störfum, HSA beiti sér fyrir gerð sálfélagslegs áhættumats meðal starfsfólks og stefnu sem lýtur að eineltismálum og að hlúa beri sérstaklega að starfshópnum hjá Heilsugæslu Fjarðabyggðar, sérstaklega á Eskifirði. Hannes fékk sent uppsagnarbréf í fyrradag.

Lesa meira

Sjálfstæðismenn harma vinnubrögð vegna bæjarskrifstofu

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sendu skömmu fyrir jól frá sér bókun um lokun á bæjarskrifstofum á Norðfirði: ,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þau vinnubrögð sem höfð hafa verið við úrlausn málefnis bæjarskrifstofunnar í Neskaupstað.  Þrátt fyrir að hafa talað fyrir hagræðingu í yfirstjórn sveitarfélagsins, og viljað ganga lengst í þeim efnum, var það okkar tillaga að starfsfólk í Neskaupstað fengi aðstöðu í gamla bókasafninu, í störfum sínum fyrir sveitarfélagið. ...

Lesa meira

Fljótsdalshérað lækkar gjaldskrár

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um miðjan mánuð var samþykkt samhljóða tillaga umhverfis- og héraðsnefndar um að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar verði lækkuð um 3,03% og verði 19.600 krónur árið 2010. Þá samþykkti bæjarstjórn á sama fundi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010.

 rusl.jpg

Lesa meira

Áfangaskýrsla um tekjustofna sveitarfélaga

Tekjustofnanefnd hefur skilað áfangaskýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en nefndinni var falið að yfirfara lög um tekjustofna sveitarfélaga. Á vef ráðuneytisins kemur fram að meðal ábendinga nefndarinnar er að kanna hvernig jafna megi byrðar vegna endurgreiðslu sveitarfélaga á gengistryggðum lánum næstu árin.

peningar.jpg

Lesa meira

Hreyfing á Miðvangsblokk

Fasteignafélag í eigu Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar ehf. hefur samið við Íslandsbanka um kaup á blokk að Miðvangi 6 á Egilsstöðum. Í fréttatilkynningu segir að kaupin séu háð skilyrðum sem m.a. lúta að því að hægt verði að selja tilskilinn fjölda íbúða í húsinu. Auk 22 íbúða er félagsaðstaða eldri borgara og 600 fermetra verslunar- og þjónusturými á jarðhæð hússins.

mivangur_6.jpg

Lesa meira

Síldarvinnslan greiðir 100 þúsund króna launauppbót

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi.  Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli.  Greiðslan verður greidd fyrir jól.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.