Köldukvíslarveita tekin í notkun

Íbúar Egilsstaða og Fella fengu rétt fyrir jólin vatn úr hinu nýja vatnsbóli Köldukvíslarveitu. Var þá slökkt á borholudæmum á Egilsstaðanesi, en vatnsbólið þar hefur veitt vatni til Héraðsbúa í yfir fjörtíu ár. Það er skammt frá Egilsstaðaflugvelli en hið nýja vatnsból er á Fagradal og mun nú þjóna þéttbýliskjörnum Egilsstaða og Fellabæjar um ókomin ár.

kalt_vatn.jpg

 

Fljótsdalshérað samþykkir fjárhagsáætlun fyrir 2010

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 16. desember, fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Áætluð afkoma samantekins A og B hluta er jákvæð um eina milljón króna á árinu 2010.  Endurskoðuð áætlun 2009 gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur 340 milljónir. Eigið fé er áætlað að nemi 879 milljónum í árslok 2010 og eiginfjárhlutfallið verði þá 15%.  Veltufé frá rekstri er jákvætt um 297 milljónir, sem er 209 milljónum króna betri niðurstaða en samþykkt áætlun 2009 gerir ráð fyrir.

fljotsdalsherad_logo_vefur.jpg

Lesa meira

Fólk sungið í jólaskóna í Norðfjarðarkirkju

Jólatónleikar Katrínar Halldóru Sigurðardóttur, Ágústar Ármann og Soffíu Björgúlfsdóttur, Jólaskór, verða haldnir í Norðfjarðarkirkju, þriðjudaginn 22. desember kl. 21. Húsið opnar kl. 20:30 og lofa tónleikahaldarar því að syngja fólk í jólaskóna, svo mikil verði jólastemmningin. Aðgangseyrir er kr. 1.000.- í reiðufé.

jlaskr_tnleikar_kristna.jpg

Fljótsdalshérað lækkar gjaldskrár

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um miðjan mánuð var samþykkt samhljóða tillaga umhverfis- og héraðsnefndar um að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar verði lækkuð um 3,03% og verði 19.600 krónur árið 2010. Þá samþykkti bæjarstjórn á sama fundi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010.

 rusl.jpg

Lesa meira

Jólaball og músík á Djúpavogi í vikulok

Djúpavogsbúar gera sér ýmislegt til dundurs á aðventunni og halda á föstudag opið jólaball og á laugardag tónleika, þar sem fluttar verða tónlistarperlur úr íslenskri tónlistarsögu, allt frá Villa Vill til Mugison.

tonleikar2009.jpg

Lesa meira

Fannst látinn um borð

Maðurinn sem leitað var að í Fáskrúðsfirði fyrrihluta dagsins er látinn. Flak fiskibátsins sem hvolfdi skammt frá eynni Skrúð í morgun, var dregið til hafnar í Fáskrúðsfirði í dag og fannst lík mannsins, að sögn lögreglu, um borð. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna.

kross.jpg

 

Lesa meira

Síldarvinnslan greiðir 100 þúsund króna launauppbót

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi.  Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli.  Greiðslan verður greidd fyrir jól.

 

Lesa meira

Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á sunnudag

Jólatónleikarnir Jólafriður verða haldnir sunnudaginn 20. desember næstkomandi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og hefjast þeir kl. 20. Þeta er áttunda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir en á þeim er flutt róleg og ljúf tónlist við kertaljós og reynt að skapa notalega stemmningu. Tónlistarstjóri er Daníel Arason.

violins.jpg

Lesa meira

Húsafriðunarnefnd heiðrar Hilmar Bjarnason og Geir Hólm

Í fyrra tók Húsafriðunarnefnd upp þá nýjung að veita viðurkenningu fyrir störf að húsverndarmálum og beindi þá sjónum sínum að varðveislu á gömlum verslunarinnréttingum og hvernig mætti nýta þær við nútímalegar aðstæður. Núna hefur nefndin ákveðið að vekja athygli á merku brautryðjendastarfi, sem unnið er úti á landsbyggðinni – oft við erfiðar aðstæður og takmarkaðan skilning – og heiðra tvo aldna forvígismenn húsverndar á Eskifirði, þá Hilmar Bjarnason og Geir Hólm.

randulfssjhs__eskifiri.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.