Breyttur opnunartími á bæjarskrifstofunni á Norðfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að frá 1. febrúar næstkomandi verði opnunartími bæjarskrifstofu á Norðfirði frá kl.12:00 – 15:00 alla virka daga. Bæjarskrifstofan er nú opin frá klukkan níu á morgnana til fjögur síðdegis.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar samþykkt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 í gær. Hún felur í sér töluverðan halla og verður endurskoðuð í apríl í vor. Áætlunin var samþykktum með öllum atkvæðum. Laun bæjarfulltrúa verða skorin niður um 15%.

vefur.jpg

Lesa meira

Ólöf mun beita sér fyrir að Norðfjarðargöngum verði ekki frestað

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og varaformaður samgöngunefndar Alþingis, hét því á almennum stjórnmálafundi í Neskaupstað í vikunni að fylgja því fast á eftir á þingi að Norðfjarðargöngum yrði ekki frestað frekar en orðið er. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði við sama tækifæri að settur yrði lögreglustjóri á Austurlandi og skilið á milli valds sýslumanna og lögreglustjóra og sýslumanna og tollgæslunnar.

lf_nordal_vefur.jpg

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingar vilja hafa sitt áhaldahús

Íbúafundur var haldinn á Fáskrúðfirði í gærkvöld og mættu þangað um eitthundrað manns. Auk annarra umfjöllunarefna voru málefni áhaldahúss á Fáskrúðsfirði í brennidepli og mikill hiti í fundargestum, sem mótmæltu því harðlega að leggja ætti áhaldahúsið/þjónustumiðstöðina niður og bjóða út verkefnin.

logo.jpg

Lesa meira

Stöðfirðingar fá líkamræktaraðstöðu

Ný líkamsræktaraðstaða var tekin í notkun í íþróttahúsinu á Stöðvarfirði í gær. Rekstur hennar er í umsjón Ungmennafélags Súlunnar. Langur aðdragandi hefur verið að opnun aðstöðunnar en  með velvilja bæjarbúa hefur nú loks tekist að klára málið. Góð mæting var við opnunina og vonandi nýtist nýja stöðin Stöðfirðingum vel til heilsubótar.

255736805aaf89ab.jpg

Sveinbjörn til Grindavíkur

Knattspyrnumaðurinn Sveinbjörn Jónasson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Sveinbjörn, sem er á 23ja aldursári, gerði þriggja ára samning við Grindavík.

 

Lesa meira

Mótmælafundur á Egilsstöðum

ImageBoðað hefur verið til mótmælafundar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 15:00 á morgun. Til fundarins er boðað að fyrirmynd mótmælafunda á Austurvelli í Reykjavík og víðar seinustu mánuði til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í kringum efnahagshrunið og krefjast kosninga. Frummælendur á fundinum á Egilsstöðum verða Björgvin Valur Guðmundsson og Ingunn Snædal.

Nýr framkvæmdastjóri Vísindagarðs

Stjórn Vísindagarðsins ehf. á Egilsstöðum hefur ráðið Pétur Bjarnason í stöðu framkvæmdastjóra. Hann hóf störf 1. janúar og tekur við af Ívari Jónssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri Vísindagarðsins frá 15. júní 2007.

petur20bjarnason.jpg

Lesa meira

Samgönguverkefnum frestað en ekki hætt við þau

Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði á almennum stjórnmálafundi á Djúpavogi í gærkvöld að ekki hefði verið ákveðið endanlega hvernig samgönguframkvæmdum verður forgangsraðað, en þær myndu allar frestast eitthvað. Ráðuneytið veit ekki enn hvað það mun hafa úr að spila á næstu tveimur til þremur árum og það mun ekki skýrast fyrr en líða tekur á þetta ár.

41_11_59---stop-usa-road-sign_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.