Austfirskar björgunarsveitir frá tólf milljóna styrk úr sjóði Alcoa

Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum (Alcoa Foundation) hefur ákveðið að styrkja björgunarsveitir á Austurlandi um 100.000 Bandaríkjadali næstu tvö árin, eða sem nemur um 12,5 milljónum króna. Styrkurinn verður stofnframlag í menntunarsjóð björgunarsveitarmanna á Austurlandi. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti björgunarsveitunum styrkinn í dag.

 

Lesa meira

Jens Garðar vill fyrsta sætið í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Lesa meira

Tekist á um verðmæti Eskju í Héraðsdómi

imgp8006net.jpg
Í fréttum Rúv í vikunni kemur fram að Héraðsdómur Austurlands tók fyrir mál Landsbankans gegn Eskju á Eskifirði og tengdum félögum.

Í frétt RÚV segir: "Lögbann var sett fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan á nýtingu 500 milljóna króna sem fengust í hlutafjáraukningu Eskju hf. á Eskifirði í byrjun október. Landsbankinn fór fram á lögbannið enágreiningur er á milli bankans og hluthafanna um verðmat á fyrirtækinu sem lá til grundvallar hlutafjáraukningunni. Bankinn telur að verðmæti fyrritækisins hafi verið vanmetið og því hafi of stór hluti í fyrirtækinu fengist fyrir þann hálfa milljarð sem keypt var hlutafé fyrir. Einar Þór Sverrisson lögmaður þeirra sem stefnt er í málinu lagði fram matsbeiðni fyrir Héraðsdómi í dag. Á fimmtudag verður málið aftur á dagskrá hérðsdóms og þá verður endurskoðandi væntanlega skipaður sem dómskvaddur matsmaður og fær hann það hlutverk aðleggja mat á verðmæti fyrirtækisins. Hann mun fá öll gögn málsins í hendur og taka sér þann tíma sem hann þarf til verksins. Auk eigendanna tveggja stefnir NBI fjórum fyrirtækjum vegna málsins en þau eru Eskja ehf, Eskja hf, Fjárfestingarfélagið Bleiksá ehf, Hólmaborg ehf." 

Rödd sem erfitt verður að sniðganga

Um sjötíu manns mættu á stofnfund Íbúasamtaka Eskifjarðar sem haldinn var á fimmtudagskvöld. Einn af stofnendum samtakanna segir að þar með sé orðin til rödd sem erfitt sé að sniðganga.

 

Lesa meira

Garnaveiki staðfest í Fáskrúðsfirði

Héraðsdýralæknir lógaði í seinustu viku þremur ám á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði vegna gruns um garnaveiki, sem síðar var staðfestur við krufningu. Búist er við að bólusetning við garnaveiki hefjist að nýju á svæðinu.

 

Lesa meira

Tveir nýir leikmenn með Hetti í kvöld

Körfuknattleikslið Hattar hefur fengið tvo nýja erlenda leikmenn fyrir átökin framundan í 1. deild karla í körfuknattleik. Bandaríkjamanninn Akeem Clark og Pólverjann Milosz Krajewski. Höttur mætir Þór frá Akureyri í kvöld.

 

Lesa meira

Næstum nógu mikið en of seint

Höttur tapaði fyrir Þór Akureyri, 72-75, í leik liðanna í 1. deild karla í körfuknattleiks á fimmtudagskvöld. Hattarliðið virtist vera búið að tapa leiknum þegar pressuvörn og nýi maðurinn Akeem Clark hrukku í gang á lokamínútunum.

 

Lesa meira

Þórður Vilberg vill þriðja sætið

Þórður Vilberg Guðmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Lesa meira

Valdimar vill leiða listann áfram

Valdimar O. Hermannsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, gefur kost á sér í fyrsta sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Fjarðabyggð í vor.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.