ME í Gettu betur í kvöld

Spurningalið Menntaskólans á Egilsstöðum mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrstu viðureign fjórðungsúrslita spurningakeppninnar Gettu betur í Sjónvarpinu í kvöld. ME komst áfram með að vinna lið Menntaskólans við Sund og Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Lesa meira

Námskeiðið Brautargengi á Austurlandi

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands gengst nú í fjórtánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Skráningarfrestur á námskeiðið rennur út í dag. Í vor er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, Austurlandi og Akureyri. Alls hafa um átta hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.

 


Lesa meira

Björn Hafþór mótmælir

Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri á Djúpavogi flutti hugleiðingu og drápu, á mótmælafundi gegn lokun Svæðisútvarps Austurlands á dögunum.

Lesa meira

,,Veit aldrei hvar raðmorðinginn er"

Það á ekki af Kristni Kristmundssyni betur þekktum sem Kiddi í Vídeoflugunni að ganga hvað kattahaldið varðar.  Fyrir um það bil tíu dögum síðan hurfu tveir kettir, læða og ungt afkvæmi hennar að næturþeli. Læðan fannst morguninn eftir á plani um 2 til 300 metrum frá verkstæði Kristins þar sem kettirnir voru haldnir. Læðan var dauð, virðist hafa verið drepin á hryllilegan hátt, en unga kisan hefur ekki sést. 

Lesa meira

Tónleikarnir Á niðurleið í kvöld

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari feta sig niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð í kvöld. Á dagskránni eru aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð í Útsvari í kvöld

Fjarðabyggð mætir Garðabæ í spurningaþættinum Útsvari í kvöld. Lið Fjarðabyggðar skipa Jón Svanur Jóhannsson, Pétur St. Arason og Kjartan Bragi Valgeirsson.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.