Ýmsir flytjendur heiðra fallinn félaga með gömlum slögurum

„Við eigum einhver 42 lög í handraðanum og svo látum við stemmninguna á staðnum bara ráða því hvað við tökum annað kvöld,“ segir Halldór Warén, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Ýmsir flytjendur.

Bandið stígur á stokk annað kvöld á Tehúsinu á Egilsstöðum og spilar fyrir gesti og gangandi en allir fjórir meðlimir hljómsveitarinnar eru frá Austurlandi. Fimmti meðlimurinn, Sígfús Fannar Stefánsson, varð bráðkvaddur langt fyrir aldur fram fyrir tveimur árum síðan.

„Við héldum síðast tónleika fyrir ári síðan kringum afmælisdag Fúsa, 24 maí, en það voru minningartónleikar um kappann. En gallinn þá var að gestafjöldi var mjög takmarkaður útaf Covid-19 og reyndar lá ekki ljóst fyrir fyrr en rétt fyrir þá tónleika hvort þeir yrðu haldnir. Þannig að tónleikarnir nú eru svona ekta, ekta minningartónleikar ef svo má að orði komast.“

Halldór segir að spileríið hefjist um klukkan 22 og standi nánast eins lengi og fólk hefur gaman og meðlimir standi á löppum.

Frítt inn fyrir klukkan 21 en ókeypis eftir það. Ýmsir flytjendur henda í nokkra gamla, góða slagara á laugardagskvöld. Mynd Facebook/ÝmsirFlytjendur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.