Orkumálinn 2024

Yfirheyrslan: Myndi elda hreindýrabollur fyrir Da Vinci, Jane Austin og Rosu Parks

Norðfirðingurinn Karen Ragnarsdóttir Malmquist er nýflutt aftur í heimahagana eftir margra ára dvöl í burtu. Í haust tók hún við starfi aðstoðarskólameistara Verkmenntaskóla Austurlands. Karen er í yfirheyrslu vikunnar.

 

 

Karen segir að starfið leggist mjög vel í hana. „Ég fékk frábært atvinnutilboð sem ég gat ekki hafnað. Það er líka gott að vera komin heim eftir tíu ár í borginni. Hér er nóg um að vera og mikið félagslíf og íþróttir fyrir allan aldur.“ segir hún.

Hún hefur BA próf í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Bifröst og einnig með kennsluréttindi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lætur ekki þar við sitja og er í námi við Háskólann á Akureyri í Forystu og stjórnun í lærdómssamfélagi. Hún á því eftir að klára  þrjá háskóla af sex hér á Íslandi. Hver veit hvað Karen gerir í framtíðinni. 

 

Yfirheyrslan:

Fullt nafn: Karen Ragnarsdóttir Malmquist

Aldur: 36

Starf: Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

Maki: 0

Börn: 0

Áhugamál? Crossfit, blak, upplýsingatækni í kennslu og ferðalög.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Páskahellir, yndislegt að taka göngutúr þangað njóta friðarins og útsýnisins.

Þú ert með matarboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda? Leonardo da Vinci, Jane Austin og Rosa Parks. Ég myndi vilja ræða við da Vinci um Mona Lisa, er hún karl eða kona? Jane Austin um bækurnar hennar og Rosa myndi ég spyrja hvaðan hún fékk hugrekkið til að sitja áfram.

Ætli ég myndi ekki elda handa þeim hreindýrabollur og eitthvað gott meðlæti.

Hlustarðu á tónlist þegar þú þarft innblástur? Ef svo er hvaða og af hverju? Ætli ég sé ekki alæta á tónlist. En finnst best að hlusta á klassíska tónlist ef ég er að læra eða vinna. Þá heldurðu huganum við án þess að draga athygli frá því sem ég er að gera.

Um hvað hugsar þú þegar þú ert einn í bíl að keyra? Ég er oftast að hlusta á hljóðbækur eða hljóðvarp þegar ég er ein að keyra og þá er ég að hugsa um það sem ég er að hlusta á 

Hver er þinn helsti kostur? Er hjálpsöm

Hver er þinn helsti ókostur? Get verið einum of hjálpsöm!

Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér og af hverju? Rjómi og bláber, do I need to say more!

Ertu nammigrís? Ég er algjör súkkulaði grís en finnst jóla-vanilluhringir toppurinn á tilverunni!!

Kaffi eða te? KAFFI!!!! Ekki hægt að ræða við mig á morgnanna fyrr en eftir 1 – 2 bolla! 

Hvað er leiðinlegasta húsverkið og af hverju? Þurrka af, það er komið ryk strax aftur! En allt

er ágæt með góðri tónlist.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Enginn dagur eins sem er frábært, ég fæ að tala við flotta krakka sem stunda nám í VA og skemmtilega starfsfólkið.

Mesta afrek? Taka þessa stóru ákvörðun að flytja aftur austur, erfitt að yfirgefa frábæra vinnufélaga og vinnu fyrir sunnan.

Duldir hæfileikar? Einstaklega þolinmóð við pússl, segir fjölskyldan mín mér allavega!

Hvað var síðasta gjöf sem þú gafst einhverjum? Síðasta gjöfin var gjöf til leynivinar míns í VA.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleiki og húmor.

Topp þrjú á þínum „bucket list“? Ferðast til Bali, keyra þvert yfir USA og snorkla í Kóralrifinu mikla.

 

Karen við Öxarárfoss á Þingvöllum. Myndin er aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.