Yfirheyrslan: Lýst vel á grunnskólann

Þessa dagana hefja skólar göngu sína út um fjórðunginn. Nemendur á öllum skólastigum setjast aftur á skólabekk eftir sumarfrí og börn fædd árið 2013 setjast í fyrsta sinn á grunnskólabekk. Iðunn Elísa Jónsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar en fyrsti skóladagurinn hennar í Grunnskólanum á Reyðarfirði var í gær.

Yfirheyrslan

Fullt nafn: Iðunn Elísa Jónsdóttir

Aldur: 5 ára (að verða 6 ára)

Afmælisdagur: 18. nóvember

Fjölskylda: Mamma (Esther Ösp), pabbi (Jón Knútur), Iðunn Elísa og Elías Orri (bráðum 2 ára)

Hvernig lýst þér á grunnskólann? Mjög vel. Hann er skemmtilegur.

Helduru að grunnskólinn sé ólíkur leikskólanum? Við lærum meira í grunnskólanum.

Hvað hlakkar þú mest til að læra? Að fara í Lego-smiðjuna.

Þekkiru einhvern staf? Já, alla. Ég kann að lesa.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingur.

Hver er uppáhalds liturinn þinn? Dökkfjólublár.

Hvað er uppáhalds lagið þitt? Krummi krunkar úti.

Hvort er betra mjólk eða vatn? Mjólk. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.