Yfirheyrslan: Reyni að vera kurteis og fá fólk til að hlægja

Axel Valsson Fáskrúðsfirðingur og fótboltastrákur með meiru sló rækilega í gegn í vikunni þegar myndband af honum að lýsa af innlifun lokum leiks Leiknis og Fjarðabyggðar í knattspyrnu um síðustu helgi fór eins og eldur um internetið. Axel er í yfirheyrslu vikunnar.

 

„Ég bara ákvað að byrja lýsa. Mig hefur alltaf langað til lýsa svona leik,“ segir Axel. Hann horfir oft á fótbolta í sjónvarpinu en segist líka fylgist vel með leiklýsandanum. Mér finnst Gummi Ben rosalega góður. Ekki er hægt að segja annað Guðmundi Benediktssyni hafi fundist Axel ekki sem verstur sjálfur því hann deildi myndbandinu á Twitter-aðgangi sínum. 

Þegar Axel er spurður hvað góður leiklýsandi þarf að hafa segir hann að það sé ástríða fyrir leiknum og að hann þarf að vera hann sjálfur. 

Yfirheyrslan

Fullt nafn: Ég heiti Axel Valsson.

Aldur: Ég verð 13 ára 9.október næstkomandi.

Starf: Ég er í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og æfi fótbolta með Leikni Fáskrúðsfirði.

Áhugamál? Það er fótbolti.

Uppáhalds leikmaður? Kannski bara Sadio Mane

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Heima, já heima er best. 

Hver er þinn helsti kostur?  Ég reyni að vera eins kurteis og ég get og reyni að láta fólk hlægja.

Hver er þinn helsti ókostur?  Ég veit það nú ekki, ég hef ekki hugmynd.

Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér? Mjólk en ef ég mætti alveg ráða þá væri það Dr. Pepper. Mér finnst það rosalega gott.

Ertu nammigrís? Já en ég meira fyrir gos. Ég meiði mig svo oft í tönnunum þegar borða nammi. 

Hvað er leiðinlegasta húsverkið og af hverju?  Það er pottþétt taka til í herberginu mín. Ég einfaldlega nenni því ekki.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna, klæða mig, borða morgunmat, fara í skólann, horfa á sjónvarpið, fara á æfingu ef það er æfing, borða, læra og sofa. 

Hver er þín helsta fyrirmynd? Það er bróðir minn, Dagur Ingi Valsson.

Mesta afrek? Það er að „slá í gegn“ með myndbandinu mínu á netinu.

Duldir hæfileikar? Já. Ég get hreyft litla putta án þess að hreyfa baugfingur.

Besta bíómynd allra tíma? Þessi er erfið! Ég verð samt að segja Avengers Endgame. Ég fékk gæsahúð þegar ég sá hana. .

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Þegar fólk er það sjálft. 

Axel Valsson. Mynd úr einkasafni




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.