Yfirheyrslan: „Ef ég finn lykt af lakkrís þá er voðinn vís“

Textíllistamaðurinn Sigrún Lára Shanko er nýflutt á Vopnafjörð. Hún starfar við að að hanna hanna og gera listræn gólf og veggteppi.  Hún hefur sýnt verk sín og selt út um allan heim. Hún er undanfarið boðið upp á námskeið í gerð drekaskrína námskeið. Sigrún er í yfirheyrslu vikunnar.

 
„Námskeiðið fellst í því að skreyta tréskrín þar sem hluti af drekahaus skreytir lokið. Auga drekans er þar í aðalhlutverki við að vakta þær gersemar sem þar verða geymdar,“ útskýrir Sigrún.  

Hún segir að á námskeiðinu byggi nemendur fyrst upp áferð drekans, síðan séu notaðar ýmsar aðferðir til þess að lita hann. „Um leið og ég hef sett upp vinnustofuna mína hér þá get ég boðið upp á önnur námskeið þar sem er unnið með blandaða tækni í myndlist annarsvegar og textíl hinsvegar sem meðal annars gæti verið nýjung í minjagripaflóruna. Annars finnst mér oft gaman að vinna út fyrir rammann,“ segir Sigrún

Fullt nafn: Sigrún Lára Shanko

Aldur: 64

Starf: Tek að mér að gera uppáhalds laxahaus veiðimansins, kúnstuga steinbítshausa og ýmislegt annað skemmtilegt og skapandi úr textíl eða öðrum efnum.

Maki: Finnbogi Rútur Þormóðsson

Börn:  2

Áhugamál? Flókin borðspil, bækur og annað sem kveikir í mér

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Vopnafjörður er númer 1.

Mesti áhrifavaldur? Trúlega árið 2008 því þá varð ég að hugsa allt líf mitt sem listamaður uppá nýtt.

Þú ert með matarboð, hvaða þrjár manneskjur úr mannkynssögunni myndir þú bjóða og af hverju? Og hvað myndirðu elda? 

  • Harald harðráða og spyrja hann út í fuglafangara sem hann hafði í ferðum sínum þegar hann var að ráðast á borgir í Sikiley. 
  • Auði djúpúðgu því hún hlýtur að hafa verið þvílíkt klók í pólitík.
  • Áslaugu Sigurðardóttur, Fáfnisbana.(seinni eiginkona Ragnars loðbrókar) Hét einnig Kráka og síðar Randalín þegar hún fór fyrir her að hefna dráp sona Þóru borgarhjartar.Ég myndi bara vilja að sitja á móti þessari mögnuðu konu.

Ég myndi elda dýrindis fiskirétt með grafinn hval í forrétt og heimalagaðan ís í eftirrétt.  

Settirðu þér áramótaheit eða markmið fyrir 2020? Ef svo er hvert var það?

Hafa það rólegt á Vopnafirði, en það verður víst ekki alveg strax.

Hlustar þú á tónlist þegar þú ert að vinna/skapa?  Ef svo er hvaða og hvaða þýðingu hafur hún fyrir þig?

Þegar ég vinn að nýju myndverki og er búin að úthugsa það, en á erfit með að byrja, þá hlusta ég á Led Zeppelin eða Metallica.  Verk þessara hljómsveita veita mér kraft og þor, sérstaklega þar sem ekkert má mistakast.  Sum lög frá Led Zeppelin hlusta ég á aftur og aftur því þá er ég að leita að ákveðnum hrynjanda sem ég þarf í verkið. 

Hvaðan færðu innblástur? Landslaginu og fornsögum okkar en einnig frá einstöku nútíma ritverkum. 

Um hvað hugsar þú þegar þú ert ein í bíl að keyra? Ég horfi í kringum mig og bíð eftir að landið tali við mig fyrir næsta verk.  Þannig að hugur minn er oftast tómur svo ég sé opin fyrir landslaginu sem ég keyri um. Þarf oft að stoppa og taka myndir 

Hver er þinn helsti kostur?  Jákvæðni og bjartsýni 

Hver er þinn helsti ókostur   Of mikil bjartsýni

Hvað er alltaf til í ísskápnum þínum og af hverju?  Egg og beikon, kartöflur fiskur og kjöt, mjólk, smjör og rjómi.  Algjör grunnur til að byggja á. 

Ertu nammigrís?  Ef ég finn lykt af lakkrís þá er voðinn vís...  

Kaffi eða te?  Mín eign te-blanda þar sem Grái Jarlin er í grunninn 

Hvað er leiðinlegasta húsverkið og af hverju?  Ryksuga, það er erfitt og leiðinlegt

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér?  Te og smá morgunmatur, athuga tölvupóst og svara því sem þarf.  Svo á ég minn tíma í að halda áfram með verk sem er í vinnslu og eða byrja á nýju.  Elda kvöldmat og ganga frá, slaka á við sjónvarp eða halda áfram með verkið sem ég er að vinna hverju sinni. Sofna út frá hljóðsögu.

Mesta afrek? Var að koma listaverkum mínum á framfæri erlendis og fá þar viðurkenningar. Meðal annars að vera fulltrúi Íslands á hönnunarvikunni í Peking 2013

Duldir hæfileikar? Ég gæti ort og skrifað

Hvað var síðasta gjöf sem þú gafst einhverjum?  Handflosaður púði af blóminu gleymérey

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta?  Heiðarleika

Topp þrjú á þínum „bucket list“?  

  • Gera eitt stórkostlegt listaverk í teppi
  • Vinna meira í leður
  • Heimsækja Vikingasafnið nálægt Horten í Noregi

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.