Orkumálinn 2024

Yfir 70% áhorf á Að austan

Sjónvarpsþátturinn Að austan mælist með 72% áhorf í fjórðungnum í nýrri könnun. Samkvæmt henni horfa 15% landsmanna á þáttinn í hverri viku.


Það var Zenter sem gerði könnunina fyrir N4 sem sýnir þættina en þeir eru framleiddir af Austurfrétt/Austurglugganum.

Alls svöruðu 1200 manns af öllu landinu könnuninni. Þar reyndist Að austan næst vinsælasti þáttur stöðvarinnar, á eftir Að norðan en spurt var hvaða þátt áhorfendur hefðu séð síðastliðna sjö daga.

Karlar horfa frekar á Að austan en konur og áhorfið er meira meðal þeirra sem eru eldri en 45 ára heldur en yngri. Samkvæmt könnuninni horfa 22% íbúa landsbyggðarinnar á þáttinn en 11% íbúa höfuðborgarsvæðisins.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.