Orkumálinn 2024

Vinnur lágmyndir í kletta á Stöðvarfirði

„Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki sem hefur komið til að sjá verkið, það tengir við myndefnið sem það sér grafið í steininn,“ segir bandaríski listamaðurinn Kevin Sudeith, sem hefur undanfarnar vikur unnið að lágmyndum sem hann sker í kletta á Stöðvarfirði. Myndirnar verða afhjúpaðar og kynntar næstkomandi laugardag. 


Síðastliðin átta ár hefur Kevin hefur dvalið erðast um heiminn og unnið að sambærilegum verkum (Petroglyph). Hann segir að hver lágmynd dragi viðfangsefni sitt og myndheim úr nærumhverfi verkanna, bæði náttúru- og dýralíf sem og heimi mannanna. Á Stöðvarfirði varð það reiðmaður frá Fáskrúðsfirði á tötlandi hesti sem varð aðal viðfangsefni verksins. Í kringum reiðmanninn og hestinn eru svo smærri lágmyndir af kríum, mávi, lóu og rjúpu.

„Verkið er unnið á kletta í Hagahrauni ofan við Kapalhaus, innan við Lönd, austan við Stöðvarfjarðarbæ. Lágmyndirnar verða afhjúpaðar og kynntar fyrir almenningi laugardaginn 16. júní milli klukkan 11:00 og 15:00, en þann tíma verð ég á staðnum og ræði við gesti og gangandi,“ segir Kevin, en lágmyndir grafnar í berg eru þau listaverk sem hafa hvað lengstan líftíma og munu verkin lifa bæði listamanninn sjálfan og áhorfendur hans.

Fylgist með gegnum Instagram
Kevin útskrifaðist með BFA frá San Francisco Art Institute og með MFA frá School of Visual Arts í New York, en hann hefur búið í New York undafarin 25 ár. Verk hans eru sýnd í gegnum fjölbreitta miðla, svo sem ljósmyndir, myndbandsverk, venslagagnagrunn, klippimyndir og einstaka prenttækni sem hann hefur þróað. Lágmyndirnar eru málaðar með sérstöku bleki og svo er blautum pappír þrykkt á, þannig nær hann af færa þrykkið af steininum sjálfum á pappírinn sem tekur í sig bæði lit og form lágmyndarinnar.

Hægt er að fylgjast með ferðalögum Kevin og vinnuferli á Instagram-reikning hans og á myndablogginu Petroglyphist.com.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.