Vilja sýna Steinunni stuðning á erfiðum tímum

„Steinunn er þjálfari hjá okkur og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja hana og styrkja eins vel og við getum á þessum hræðilega erfiðu tímum,“ segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi Cross Fit Austur á Egilsstöðum, en styrktartími verður fyrir Steinunni í stöðinni á laugardaginn vegna sviplegs fráfalls kærasta hennar síðastliðna helgi.


Okkur langar að bjóða sem flestum á æfinguna og sýna þannig Steinunni okkar yndislega, hjartahlýja, brosmilda, frábæra þjálfara okkar allra besta stuðning á þessum erfiðu tímum,“ segir Sonja, en eftirfarandi viðburður var auglýstur á samfélagsmiðlum í gær;

Aðfaranótt laugardagsins síðasta missti Steinunn ástina sína og besta vin sinn hann Höskuld. Þau voru búin að skipuleggja framtíðina saman, þar með talið gera fjárhagslegar skuldbindingar saman.

Laugardagurinn næstkomandi verður tileinkaður Steinunni okkar. Aðrar æfingar dagsins falla niður en sameinast í eina stóra klukkan 11:00. Það kostar 1500 krónur á æfinguna auk þess sem tekið er á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt til Steinunnar. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta en geta og vilja aðstoða hana fjárhagslega geta lagt inn á reikning: 0318-26-993 kt. 030993-2769.

Með fyrirfram þökkum og kærleikskveðjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar