Orkumálinn 2024

Viðbragðsaðilar kynna starfsemi sína á 112 deginum

Viðbragðsaðilar víða um land eru með opið hús í dag og kynna starfsemi sína í tilefni af 112 deginum sem að þessu sinni er helgaður umferðar öryggi.

Dagurinn er haldinn árlega að undirlagi Neyðarlínunnar, í samstarfi lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita Landsbjargar, Rauða krossins, Landhelgisgæslunnar, heilbrigðisembætta, Vegagerðarinnar og Samgöngustofu.

Víða um land er dagskrá á þeirra vegum. Þannig munu viðbragðsaðilar á Fljótsdalshéraði verða við verslun Rauða krossins við Dynskóga á Egilsstöðum frá klukkan 16-18. Tæki og búnaður verða til sýnis, verslunin opin, kaffi og kleinur og fulltrúar til skrafs og ráðgerða.

Þema dagsins í ár er umferðaröryggi en samstarfsaðilar vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum.

Þeir hvetja jafnframt þá sem ganga og hjóla til að nota endurskin og vera þannig vel sýnilegir þeim sem fara um á bílum. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða á fjölförnum stöðum víða um land á morgun og ætla að dreifa 17.000 endurskinsmerkjum Neyðarlínunnar, Landsbjargar og Samgöngustofu. Fólk er eindregið hvatt til að þiggja endurskinsmerkin og nota þau.

112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Frá 112 deginum. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.