Orkumálinn 2024

„Við spilum bara þar til eitthvað lag kemur út úr því“

„Ég býst nú við að við spilum eitthvað saman í sumar,“ segir Jónatan Emil Sigþórsson, trommuleikari í hljómsveitinni Sárasótt, en sveitin er að vinna að sínum fyrsta disk um þessar mundir.


Hljómsveitin Sárasótt samanstendur af þremur ungum strákum frá Stöðvarfirði og einum frá Reyðarfirði. Textahöfundur og söngvari er Þórir Snær Sigurðsson, Jónatan Emil spilar á trommur, Máni Mírmann Þorsteinsson á gítar og Daði Þór Jóhannsson á bassa.

„Við höfum verið starfandi í um tvö ár og núna erum við að vinna frumsamið efni á disk. Við semjum lögin bara í sameiningu. Textarnir eru allir eftir Þóri, bara um það sem honum dettur í hug hverju sinni, en lögin – við spilum bara þar til eitthvað lag kemur út úr því. Ég myndi segja að tónlistin væri mix af pönki og rokki,“ segir Jónatan Emil.

Sárasótt er að vinna að sínum fyrsta disk þessa dagana. „Við erum vel á veg komnir og áætlum að þetta klárist í sumar. Við tökum upp á Ipad, sérhvert hljóðfæri sér, sem svo eru spiluð saman. Við ætlum að reyna að fá einhverja stytrki til þess að geta klárað verkefnið,“ segir Jónatan Emil.

Sveitin hefur spilað á þónokkrum tónleikum og býst eins og áður segir við að spila eitthvað í sumar. „Jafnvel á Stöð í Stöð, en það liggur ekki alveg fyrir,“ segir Jónatan Emil.

En, hvert stefna þessi ungu menn með sveitina sína? „Við stefnum langt. Eins langt og við komumst.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.