„Líklega einu tónlistarmenn landsins sem þorum í samkeppni Guns N' Roses“

„Við munum bæði spila saman og í sitthvoru lagi,“ segir Guðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður í Neskaupstað, en hann mun troða upp á tónleikaröðinni V-5 bílskúrspartý ásamt dóttur sinni Maríu Bóel annað kvöld.


Guðmundur segir þau feðginin ekki vera að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur annað kvöld. „Við erum líklega einu tónlistarmenn landsins sem þorum í samkeppni Guns N' Roses,“ segir Guðmundur, en sveitin verður með stórtónleika í Reykjavík á sama tíma annað kvöld.

„Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri sama dagsetningin þegar við bókuðum okkur. Maður verður bara að standa við sínar bókanir, þó svo að það verði óneitanlega margir farnir úr bænum á Guns N' Roses, en nú síðast afboðaði hljóðmaðurinn okkar komu sína því hann er að fara á tónleikana,“ segir Guðmundur. 

Guðmundur segir þau feðginin ætli að vera með fjölbreytta dagskrá, bæði lög eftir sig, Maríu Bóel, Súellen og svo önnur lög sem fólk þekki vel. „Svo ætlar eldri dóttir mín, Eyrún Björg, að koma og flytja frumsamið lag með systur sinni. Þetta verður bara gaman og við ætlum ekki að láta þetta á okkur fá og hver veit nema við tökum eitt lag með Guns N' Roses,“ segir Guðmundur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.