„Við ætlum að grilla tíu lambaskrokka í þetta skiptið“

„Það hefur verið mjög góð mæting og ég á ekki von á öðru í ár. Í fyrra fóru 700 matarskammtar á kvöldvökunni og í ár munum við bæði stækka svæðið og fjölga borðum,“ segir Kristinn Þór Jónasson, forsvarsmaður Útsæðisins, bæjarhátíðarinnar á Eskifirði sem fram fer um helgina.


Hátíðin hefst á tveimur bíósýningum á fimmtudaginn og á föstudaginn verða tónleikar með KK-bandi. „Það verður alveg æðislegt, þetta er ekki bara KK heldur allt bandið. Það verður kósýs-stemmning í Valhöll þar til um miðnætti þegar borðunum verður hent út og við skiptum yfir í diskótek með DJ. Max,“ segir Kristinn.

Aðal dagskráin verður þó á laugardaginn. „Þá verðum við með þétta afþreytingardagskrá á Eskjutúninu. Það sem er nýtt í henni er aflraunaþraut sem Lyftingarfélag Austurlands stendur fyrir. Það er ekki formleg keppni, heldur þrautabraut sem allir geta prófað, bæði fullorðnir og börn.

Kvöldvakan hefst svo klukkan sjö og við ætlum að grilla tíu lambaskrokka í þetta skiptið og 1000 pylsur. Að flugeldasýningu lokinni verður dansleikur með sveitinni Stockhásen, en hún er mynduð úr nokkrum sveitum af svæðinu. Með þeim verða svo fjórir plötusnúðar þannig að þetta verður svaka stuð.“

Á sunnudaginn verður myndin Leiftur frá liðinni tíð sýnd í Valhöll, en um er að ræða svipmyndir úr safni Þórarins Hávarðssonar. Myndin er 70 mínútur og tvær sýningar verða yfir daginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.