Orkumálinn 2024

Vekja athygli á því órétti sem konur eru beittar

Systur í Soroptimistaklúbbi Austurlands standa fyrir ljósagöngu á Egilsstöðum á morgun þar sem gengið verður gegn kynbundnu ofbeldi. Systur úr klúbbnum vöktu athygli á göngunni og átakinu í verslunum á Egilsstöðum í dag.

„Fólki finnst þetta gott og þarft framtak og við vonum að það mæti sem flestir,“ segir Þorbjörg Garðarsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Austurlands sem ásamt Maríu Kristmundsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur stóð vaktina í Nettó.

Þær voru klæddar í appelsínugult sem er litur átaksins og stendur fyrir vonina um bjartari framtíðina.

„Sameinuðu þjóðirnar eru með átak frá 25. nóvember til 10. desember sem helgað er baráttunni gegn ofbeldi á konum. Soroptimistarklúbbar fengu áskorun frá forseta Evrópusambandsins, sem lesin var upp á síðasta félagsfundi okkar, um að standa fyrir aðgerðum til að vekja athygli á því órétti sem konur eru beittar út um allan heim.

Umræðan hérlendis undanfarnar vikur sýnir að þótt ástandið sé að mörgu leyti betra hér en annars staðar er enn langt í land og mikið verk að vinna.

Gangan leggur af stað frá Egilsstaðakirkju klukkan 13:00 á morgun. Gengið verður að Gistihúsinu þar sem boðið verður upp á hressingu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.