Vegna kjörs á Austfirðingi ársins 2017

Vegna mistaka hefur ritstjórn Austurfréttar ákveðið að hefja kjör á Austfirðingi ársins 2017 frá grunni.


Eftir að athugasemdir bárust og við yfirferð kom í ljós að nöfn tveggja einstaklinga sem sannarlega voru tilnefndir áður en frestur til þess rann út, fyrir miðnætti síðasta sunnudag, höfðu fallið niður við úrvinnslu. Þar af leiðandi voru þeir ekki á listanum í kjörinu.

Eftir vandlega skoðun hefur ritstjórn Austurfréttar ákveðið að hefja kosninguna upp á nýtt með þessum tveimur einstaklingum innanborðs. Því er hægt að velja á milli tólf aðila.

Ritstjórn Austurfréttar harmar mistökin og biður alla sem í hlut eiga innilegrar afsökunar.

Vegna þessara breytinga verður kjörið framlengt út þriðjudaginn 16. janúar.

Austfirðingar ársins 2017
Poll is expired!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar