Vegglistaverk tekur á sig mynd á Djúpavogi

Listaverk, sem sýnir svipmyndir frá fyrri tíð á Djúpavogi, er farið að taka á sig mynd á svokölluðum Kallabakka þar. Verkið verður fullmótað síðar í mánuðinum.

Það er listamaðurinn Stefán Óli Baldursson sem málar verkið en hann hefur miklar reynslu af gerð stórra útilistaverka. Hann byrjað að draga útlínur á vegginn á þriðjudag en verkið á að vera tilbúið fyrir Cittaslow-daginn, síðasta sunnudag september.

Verkið er málað á stóran hvítan vegg á Kallabakka, sem stendur neðan við Bakkabúð. Veggurinn blasir við úr byggðinni á Vörðu og frá Hótel Framtíð.

Gauti Jóhannesson, fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi, segir vegglistaverkið unnið fyrir styrk sem Samband sveitarfélaga veiti árlega til menningarstarfs í jaðarbyggðum. Að þessu sinni hafi heimastjórn lagt til að lífgað yrði upp á Kallabakka. Fenginn hafi verið listamaður í verkið og lagt upp úr að verkið hefði skírskotun og tengsl við Djúpavog.

Verkið sýnir svipmyndir frá mannlífi á Djúpavogi og byggir meðal annars á gömlum ljósmyndum. „Fólk hefur sagt mér að það sé þegar farið að þekkja einstaklinga á myndunum svo sú nálgun sem lagt var upp með virðist vera að nást fram,“ segir Gauti.

Mynd: Dagur Björnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.