„Varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður“

Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki tómur glamúr og gleði. Þeir lúta agareglum til að vera tilbúnir í leiki og geta takmarkað skemmt sér um helgar. Þannig dróst Rúrik Gíslason að Útsvari og Fljótsdalshéraði.

„Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var Sverrir Bergmann í tónlistarnámi þar. Þá gisti hann hjá mér eina helgi í mánuði.

Ég gat aldrei gert neitt, ekki farið út, átti bara að vera heima, hvíla mig og borða pasta eða eitthvað álíka,“ segir Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðmaður í knattspyrnu í þættinum Með Loga sem sýndur var á Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.

„Það var alltaf leikur í sjónvarpinu en við Sverrir horfðum á Útsvar, sem er einn besti sjónvarpsþáttur Íslandssögunnar.

Einhverra hluta vegna varð ég grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður, það voru mínir menn, þótt ég eigi engar tengingar þangað.“

Mynd: Instagram

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.