VA í sjónvarpshluta Gettu betur

Lið Verkmenntaskóla Austurlands komst í gærkvöldi í sjónvarpshluta spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, með glæsilegum sigri á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

VA hitti á góðan dag og vann viðureignina 27-18. Þetta er annað árið í röð sem VA kemst í sjónvarpshluta keppninnar og í þriðja skiptið alls.

Lið VA skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson. Ragnar Þórólfur var einnig í liðinu í fyrra sem beið lægri hlut fyrir Menntaskólanum í Reykjavík í átta liða úrslitunum. Þess má geta að hann og Geir Sigurbjörn eru tvíburar.

Menntaskólinn á Egilsstöðum er hins vegar úr leik eftir að hafa tapað 29-20 fyrir Verzlunarskólanum á mánudagskvöld. Lið ME lenti illa undir í hraðaspurningunum en vann heldur á í bjölluspurningunum.

Mynd: VA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.