VA áfram en ME úr leik

Lið Verkmenntaskóla Austurlands er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur en Menntaskólinn á Egilsstöðum er úr leik.

Fyrsta umferð keppninnar hófst í gærkvöldi og voru Austfjarðaliðin í fyrstu tveimur viðureignum ársins.

VA lagði Framhaldsskólann á Laugum 19-16. Keppnin var afar jöfn en VA seig fram úr í restina. Í liði skólans eru þau Jökull Logi Sigurbjarnarson, Ýr Gunnarsdóttir og Jóhann Gísli Jónsson.

ME tapaði fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands með sömu stigatölu. ME var yfir framan af en endasprettur Sunnlendinga reyndist sterkari. Í liðinu voru Jófríður Úlfarsdóttir, Björgvin Elísson og Jón Bragi Magnússon.

28 skólar senda lið til keppni í ár. Sigurliðin úr fyrstu umferðinni komast í aðra umferð og sigurliðin þar, auk stigahæsta tapliðsins, taka þátt í sjónvarpshluta keppninnar.

Ýr, Jökull Logi og Jóhann Gísli. Mynd: VA


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.