Útinám og útivist séu sjálfsagður hluti af skólastarfi

Náttúruskólinn eru austfirsk félagasamtök sem bjóða skólum upp á námskeið sem miða að því að efla tengingu fólks á öllum aldri við náttúruna, en bæta um leið samskipti innan hóps og rækta einstaklinginn.

„Náttúruskólinn var stofnaður af nokkrum eldhugum sem láta sig varða útivist og útiveru fólks á öllum aldri, þó einkum barna og unglinga og hvernig hægt er að þroska einstaklinginn í gegnum það. Hugmyndir okkar eru að útinám og útivera séu sjálfsagður hluti af skólastarfi allra barna.

Hluti hópsins kynntist í gegnum Ungmennafélagið Þristinn sem staðið hefur fyrir útinámskeiðum. Þau eru valfrjáls og þess vegna fannst okkur samstarf við skólana lykill að því markmiði að vera hluti af lífi allra barna.

Hann hefur starfað formlega í rúmt ár en undirbúningurinn var lengri,“ segir Hildur Bergsdóttir, náttúrumeðferðarfræðingur, sem leitt hefur skólastarfið.

Einstaklingurinn komist af í óvanalegum aðstæðum


Hún útskýrir að markmiðið sé að skapa vettvang fyrir skólahópa, bæði börn og kennara, til að koma út í náttúruna til að njóta hennar, en líka spreyta sig á henni, hvort sem það er í óbyggðum eða skógi. Til þessa hafa mest verið barnahópar í skólanum en í lok apríl var haldið námskeið fyrir kennara í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal.

Á námskeiðinu voru kennarar og skólastjórar, bæði úr leik- og grunnskólum af bæði Austur- og Norðurlandi. Að vanda var námsskráin fjölbreytt, meðal annars var lært að tálga, farið í ævintýragönguferð, og klofinn eldiviður sem síðan nýttist til að að kveikja eld og elda mat.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.