Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð

Fimmtudaginn 5. ágúst frá 17 til 18:30 verður opnun á listasýningu Skapandi sumarstarfa í Fjarðabyggð en segja má að sýningin sé uppskeruhátíð sumarsins. Sýningin er í Valhöll á Eskifirði og verður einnig opin á föstudaginn á milli 15 og 17 og á laugardaginn frá 12 til 16.


Í allt sumar hafa þau Helena Lind, Jónatan Leó, María Rós, Bryndís Hugadóttir og Daníel Örn unnið við Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð en þau eru búsett á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.

 

Skapandi sumarstörf er verkefni sem hefur það að markmiði að gefa ungum listamönnum á aldrinum 16-25 tíma og rými til að fást við listsköpun yfir sumartímann. Áhugasvið þeirra liggja víða og hafa þau verið að vinna við alls kyns listsköpun í sumar; myndlist, tónlist, kvikmyndagerð og margt fleira.

 

Á sýningunni má sjá lokaverkefni þeirra sem og upprifjun á því sem þau hafa verið að fást við í sumar.

 

Á myndinni má sjá eitt af verkefnum Skapandi sumarstarfa en listamennirnir skreyttu bílskúrinn á Valsmýri 5 þar sem bílskúrstónleikar hafa farið fram alla þriðjudaga í júní og júlí síðustu fimm sumur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.