Uppselt á minningartónleika Ingvars Lundbergs

Um helgina fóru fram minningartónleikar Ingvars Lundbergs í Bæjarbíói. Uppselt var á tónleikana en þar komu fram vinir og fyrrum samstarfsmenn Ingvars. Guðmundur Rafnkell Gíslason, segir tónleikana hafa heppnast vel og að það verði skoðað vel að halda sambærilega tónleika fyrir austan. 

Guðmundur Rafnkell Gíslason, söngvari SúEllen, segir að það hafi verið mikið fjör á tónleikunum og greinilegt að fólk hafi komið til að skemmta sér. „Daginn fyrir tónleika varð uppselt," segir Guðmundur. Hann segir tónleikana hafa heppnast frábærlega. „Allir flytjendur sýndu sínar bestu hliðar og það sveif bara kærleikur og ást yfir kvöldinu hvernig sem á það er litið,” segir Guðmundur.

Á tónleikunum kom fram fjöldi flytjenda og voru óvænt atriði. Þar á meðal voru SúEllen, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Ólafsson, Dúkkulísur, Guðmundur R, Cell 7 og Kvöldverður á Nesi. Óvæntir gestir voru nokkrir en þar á meðal bróðursonur Ingvars, hann Jón Aron Lundberg, sem spilaði á hljómborð. Siggi í Kentár spilaði á munnhörpu með SúEllen og María Bóel kom einnig fram með SúEllen. Vinir Ingvars kynntu atriði og ávörpuðu salinn, þar á meðal voru þau Bergljót Rist, Guðrún Smáradóttir, Hrönn Kristinsdóttir og Pjetur St. Arason.


„Margir gestanna og flytjenda voru með tengingar austur og voru margir samferðafólk Ingvars í tónlist og kvikmyndalist,” segir Guðmundur.

Guðmundur segir að í ljósi þess hve vel tónleikarnir heppnuðust verði það skoðað vel á næstu dögum að halda sambærilega tónleika í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.