Ungt fólk í fréttamennsku

Ungmenni í vinnuskóla Fjarðabyggðar hafa í dag setið námskeið í fréttamennsku í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurgluggans/Austurfréttar var fenginn til að ræða við krakkana um fjölmiðla og fréttamennsku. Eyrún Inga Gunnarsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir héldu utan um námskeiðið fyrir Fjarðabyggð.

Námskeiðið var aðallega samsett af tveim hlutum, almennri fjölmiðlafræðslu annars vegar en hins vegar verkefnum.

Fyrstu tveir tímarnir fóru út í fræðslu og umræður á meðan seinni tímarnir fjórir fóru í hópverkefni þar sem krakkarnir beittu nýfenginni þekkingu sinni til að afla og skrifa stuttar fréttir.

Því miður varð smá misskilningur með húsnæðið þar sem tveir starfsmenn skólans þurftu að færa danstíma sinn. Þeir sögðust þó alls ekki ósáttir við það.

Mynd: Nemendur á námskeiðinu í hópavinnu.

Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Garðar Antonio Jemenez, Helgi Valur Björnsson, Jakub Peta og Þórhallur Gunnarsson.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.