Tónlistarstundir í júní

Tónleikaröðin Tónlistarstundir hefur verið árviss viðburður í tónlistarlífinu á Fljótsdalshéraði frá því 2002 og á því verður engin breyting í sumar.


„Þetta eru vanalega stuttir tónleikar, fyrri hluta sumars, í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju. Lögð er áhersla á að gefa tónlistarfólki af Austurlandi tækifæri til þess að koma fram, auk þekktra listamannan annarsstaðar frá. Uppbyggingarsjóður Austurlands, Fljótsdalshérað og viðkomandi kirkjur hafa styrkt verkefnið í ár. Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegri blöndu heimafólks og listamanna úr öðrum landshornum,“ segir Torvald Gjerde, organisti og stjórnandi, en hann er einn þeirra sem heldur utan um tónleikaröðina.

Egilsstaðakirkja fimmtudagurinn 13. júní
Fyrstu tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju annað kvöld klukkan 20:00. Þar mun kór Egilsstaðakirkju og hljómsveit syngja austfirsk lög ásamt lögum eftir gríska tónskáldið Mikis Theodorakis. Torvald Gjerde, organisti, er stjórnandi.

Egilsstaðakirkja sunnudaginn 16. júní
Sunnudaginn 16. júní verða tónleikar í Egilsstaðakirkju klukkan 18:00. Þar munu þær Erla Dóra Vogler, mezzósópran, frá Egilsstöðum og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir, sem ólst upp á Reyðarfirði, stíga á stokk og flytja lög eftir Jórunni Viðar.

Egilsstaðakirkja fimmtudaginn 20. júní
Fimmtudagskvöldið 20. júní klukkan 20:00 verða munu þær Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir úr Fellabæ flytja eigin tónsmíðar við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.

Vallaneskirkja sunnudaginn 23. júní
Sunnudagskvöldið 23. júní klukkan 20:00 verður Elísabet Waage, einn fremsti hörpuleikari landsins, með tónleika í Vallaneskirkju.

Egilsstaðakirkja fimmtudaginn 27. júní
Fimmtudagskvöldið 27. júní klukkan 20:00 verður Hlín Pétursdótti Behrens, söngkona og söngkennari á Héraði og Pétur Máté, fyrrverandi tónlistarskólastjóri, kennari og organisti á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, en núverandi kennari við Listaháskóla Íslands, með tónleika. Hlín hefur komið mikið fram á óperusviðinu, bæði hérlendis og í Þýskalandi.

Vallaneskirkja sunnudaginn 30. júní
Sunnudagskvöldið 30. júní klukkan 20:00 munu þau Berglind Einarsdóttir, sópransöngkona og kennari á Djúpavogi og Torvald Gjerde, organisti og tónlistarkennari á Héraði, flytja íslensk þjóðlög og fleira í Vallaneskirkju.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.